Tónsmíðin var hluti af starfsemi YouTube rásarinnar Ice Cold sem hann heldur úti ásamt Stefáni Atla Rúnarssyni og þar gera þeir ýmislegt, þar á meðal streyma þeir beinum útsendingum af Fortnite og fá reglulega góða gesti.
Lagið, sem Ingi hafði einungis hálftíma til að semja frá grunni, var gert úr ýmsum hljóðum sem fylgjendur Ice Cold á Instagram höfðu sent á þá félaga.
Eins og áður segir hefur Ingi samið nokkur af vinsælustu lögum síðasta árs en nýja lagið má sjá í myndbandinu neðst í fréttinni.