Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - HK/Víkingur 2-1| Agla María hetjan í Kópavogi Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 24. júní 2019 22:30 vísir/bára Breiðablik vann dramatískan 2-1 sigur á HK/Víking í Kópavogi í kvöld, sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins en Breiðablik leiddi með einu marki í hálfleik 1-0. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins þriggja mínútna leik. Arna Eiríksdóttir, leikmaður HK/Víkings, varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að Agla María Albertsdóttir sótti að marki gestanna. Agla María var með fyrirgjöf fyrir markið og Arna ætlaði að hreinsa frá en náði ekki valdi á skotinu sem endaði í markinu. Breiðablik hafði öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Blika stúlkur pressuðu stíft og áttu ótal skot að marki en náðu aðeins að skora þetta eina mark í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum, 1-0. Breiðablik hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik þar sem þær komu sér ítrekað í góð færi en nýttu þau illa. Blikarnir áttu tæplega 30 skot að marki og 18 þeirra á markið en Audrey Rose Baldwin, markvörður HK/Víkings, var þeim erfið í dag. HK/Víkingur fékk eitt færi í þessum leik og þær nýttu sér það vel. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir jafnaði leikinn á 81. mínútu algjörlega gegn gangi leiksins. Það virtist allt ætla að stefna í óvænt jafntefli í Kópavoginum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra grænu þá var staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma. Breiðablik fékk hornspyrnu á 93’ mínútu, hornið var tekið stutt og boltinn leitaði til Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan teig sem lét vaða á markið. Boltinn fór yfir Audrey Baldwin í markinu og endaði í netinu, flautumark frá Öglu Maríu sem tryggði sínum konum sigurinn, sanngjarn sigur Breiðabliks en lokatölur í Kópavogi, 2-1. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik er einfaldlega töluvert betra lið og unnu sanngjarnan sigur þrátt fyrir að hafa skorað sigurmarkið úr lokaskoti leiksins. HK/Víkingur fengu varla færi í leiknum á meðan Blikarnir sóttu stanslaust í 90 mínútur. Hvað gekk illa?Fyrst og fremst gekk Breiðablik illa að nýta færin sín. Þær voru í sókn allan leikinn en skora aðeins 2 mörk. Þeim vantaði sjálfstraust og smá karakter til að klára þennann leik fyrr. HK/Víkingi gekk illa að skapa sér góð færi. Hverjar stóðu uppúr? Agla María Albertsdóttir var maður leiksins í kvöld, hún skoraði sigurmarkið ásamt því að eiga fyrirgjöfina sem leiddi að fyrra markinu. Agla var stanslaust ógnandi og átti ótal skot að marki, en ásamt henni voru Selma Sól Magnúsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir góðar. Audrey Rose Baldwin, markvörður HK/Víkings var þeirra allra besti maður í dag. Hún varði einhver 15 skot og gerði Blikum lífið leitt. Hvað er framundan? Stórleikur tímabilsins er í næstu umferð þegar tvö allra bestu liðin mætast, Breiðablik og Valur. Leikurinn er á miðvikudaginn á Origo-vellinum. HK/Víkingur mætir þá Keflavík í sömu umferð. Ólafur: Það hlaut að koma að því að boltinn færi inn„Þetta var mjög tæpt, en sanngjarnt. Heilt yfir vorum við nátturlega betri aðilinn og áttum skilið að vinna“ sagði Ólafur Pétursson, þjálfari Breiðabliks. „Þetta er jafnt sætt fyrir okkur að vinna leikinn eins og það er sárt fyrir þær að hafa fengið á sig mark úr síðustu spyrnu leiksins, en mér fannst þetta sanngjarn sigur“ „Þegar þú átt u.þ.b 30 skot að marki, 15 hornspyrnur og boltinn er alltaf í kringum markið hjá þeim að þá hlýtur einhverntímann að koma að því að boltinn detti inn“ sagði Ólafur Eins og áður hefur komið fram þá var Breiðablik í sókn nær allan leikinn og þrátt fyrir virkilega sanngjarnan sigur þá viðurkennir Ólafur að vonin hafi ekki verið mikil fyrir síðustu hornspyrnu leiksins „Við vorum ekki að nýta færin nógu vel í dag, þær voru líka alveg að verjast vel en fyrst og fremst þá vorum við ekki að nýta færin okkar. Svona fótboltaleikir eru ekki búnir fyrr en búið er að flauta af, við vorum alltaf líkleg til að skora þó svo að vonin hafi ekki verið mikil þegar maður vissi að þetta væri síðasta hornspyrnan í leiknum.“ Breiðablik á stórleik í næstu umferð þegar liðið mætir hinu topp liðinu, Val. Ólafur segir það nokkuð ljóst að liðið þurfi að sýna töluvert betri leik en þær gerðu í dag og að það verði allt öðruvísi leikur að öllu leyti „Sá leikur verður allt öðruvísi en þessi leikur, ég á ekki von á því að við eigum 30 skot á markið þá. Enn þetta var svona týpískur leikur eftir landsleikjahlé, við erum með marga leikmenn í því verkefni og það er algengt að við séum að mæta svona í fyrsta leik eftir það. Ég er bara mjög fegin að hafa unnið þennan leik.“ Landsliðskonan, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, meiddist í landsliðsverkefninu og var ekki á skýrslu í dag. Ólafur vonast auðvitað eftir því að hún verði með í leiknum gegn Val „Já, ég á alveg eins von á því. Ég hef reyndar ekki hugmynd um það en ég vona það. Við mætum allavega 11 til leiks, þetta verður mikil skemmtun og við vinnum“ sagði Ólafur nokkuð bjartsýnn og léttur í lokin Þórhallur: Ógeðslega svekkjandiÞórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings, var ansi svekktur eftir leik en hrósaði sínum leikmönnum fyrir frammistöðuna í leiknum „Þetta er nátturlega bara ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark á loka sekúndunni“ „Ég er samt ánægður með mitt lið í þessum leik, það munaði ekki miklu að við myndum ná stigi í kvöld.“ sagði Þórhallur Breiðablik er eitt af toppliðum deildarinnar og stig á útivelli hefði verið draumaúrslit fyrir Þórhall og hans stelpur í kvöld. Hann viðurkennir að það þurfi smá lukku til að ná fram góðum úrslitum í leikjum sem þessum „Við vörðumst vel og þær áttu einhver skot á markið. Við vitum að við erum með færri landsliðskonur en Breiðablik og urðum að treysta á smá lukku sem við fengum svo sannarlega ekki undir lokin og með sjálfsmarki í byrjun leiks.“ Þórhallur hrósar sínum leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum og segist einna helst ánægður með karakterinn og þær hafi ekki misst haus í upphafi leiks þegar þær skora sjálfsmark gegn meisturunum. „Mér fannst þetta bara virkilega flottur leikur hjá mínu liði og flottur karakter. Við töpuðum 6-1 hérna síðast og vorum þá komnar 4-0 undir eftir 20 mínútur. Svo ég er bara ánægður með það að þær hafi haldið haus eftir að hafa skorað sjálfsmark eftir 3 mínútur.“ „Enn heilt yfir er ég bara ánægður með allt liðið, vinnslan hjá liðinu var til fyrirmyndar og bara virkilega svekkjandi að uppskera ekki stig.“ sagði Þórhallur að lokum Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik vann dramatískan 2-1 sigur á HK/Víking í Kópavogi í kvöld, sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins en Breiðablik leiddi með einu marki í hálfleik 1-0. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins þriggja mínútna leik. Arna Eiríksdóttir, leikmaður HK/Víkings, varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að Agla María Albertsdóttir sótti að marki gestanna. Agla María var með fyrirgjöf fyrir markið og Arna ætlaði að hreinsa frá en náði ekki valdi á skotinu sem endaði í markinu. Breiðablik hafði öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Blika stúlkur pressuðu stíft og áttu ótal skot að marki en náðu aðeins að skora þetta eina mark í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum, 1-0. Breiðablik hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik þar sem þær komu sér ítrekað í góð færi en nýttu þau illa. Blikarnir áttu tæplega 30 skot að marki og 18 þeirra á markið en Audrey Rose Baldwin, markvörður HK/Víkings, var þeim erfið í dag. HK/Víkingur fékk eitt færi í þessum leik og þær nýttu sér það vel. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir jafnaði leikinn á 81. mínútu algjörlega gegn gangi leiksins. Það virtist allt ætla að stefna í óvænt jafntefli í Kópavoginum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra grænu þá var staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma. Breiðablik fékk hornspyrnu á 93’ mínútu, hornið var tekið stutt og boltinn leitaði til Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan teig sem lét vaða á markið. Boltinn fór yfir Audrey Baldwin í markinu og endaði í netinu, flautumark frá Öglu Maríu sem tryggði sínum konum sigurinn, sanngjarn sigur Breiðabliks en lokatölur í Kópavogi, 2-1. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik er einfaldlega töluvert betra lið og unnu sanngjarnan sigur þrátt fyrir að hafa skorað sigurmarkið úr lokaskoti leiksins. HK/Víkingur fengu varla færi í leiknum á meðan Blikarnir sóttu stanslaust í 90 mínútur. Hvað gekk illa?Fyrst og fremst gekk Breiðablik illa að nýta færin sín. Þær voru í sókn allan leikinn en skora aðeins 2 mörk. Þeim vantaði sjálfstraust og smá karakter til að klára þennann leik fyrr. HK/Víkingi gekk illa að skapa sér góð færi. Hverjar stóðu uppúr? Agla María Albertsdóttir var maður leiksins í kvöld, hún skoraði sigurmarkið ásamt því að eiga fyrirgjöfina sem leiddi að fyrra markinu. Agla var stanslaust ógnandi og átti ótal skot að marki, en ásamt henni voru Selma Sól Magnúsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir góðar. Audrey Rose Baldwin, markvörður HK/Víkings var þeirra allra besti maður í dag. Hún varði einhver 15 skot og gerði Blikum lífið leitt. Hvað er framundan? Stórleikur tímabilsins er í næstu umferð þegar tvö allra bestu liðin mætast, Breiðablik og Valur. Leikurinn er á miðvikudaginn á Origo-vellinum. HK/Víkingur mætir þá Keflavík í sömu umferð. Ólafur: Það hlaut að koma að því að boltinn færi inn„Þetta var mjög tæpt, en sanngjarnt. Heilt yfir vorum við nátturlega betri aðilinn og áttum skilið að vinna“ sagði Ólafur Pétursson, þjálfari Breiðabliks. „Þetta er jafnt sætt fyrir okkur að vinna leikinn eins og það er sárt fyrir þær að hafa fengið á sig mark úr síðustu spyrnu leiksins, en mér fannst þetta sanngjarn sigur“ „Þegar þú átt u.þ.b 30 skot að marki, 15 hornspyrnur og boltinn er alltaf í kringum markið hjá þeim að þá hlýtur einhverntímann að koma að því að boltinn detti inn“ sagði Ólafur Eins og áður hefur komið fram þá var Breiðablik í sókn nær allan leikinn og þrátt fyrir virkilega sanngjarnan sigur þá viðurkennir Ólafur að vonin hafi ekki verið mikil fyrir síðustu hornspyrnu leiksins „Við vorum ekki að nýta færin nógu vel í dag, þær voru líka alveg að verjast vel en fyrst og fremst þá vorum við ekki að nýta færin okkar. Svona fótboltaleikir eru ekki búnir fyrr en búið er að flauta af, við vorum alltaf líkleg til að skora þó svo að vonin hafi ekki verið mikil þegar maður vissi að þetta væri síðasta hornspyrnan í leiknum.“ Breiðablik á stórleik í næstu umferð þegar liðið mætir hinu topp liðinu, Val. Ólafur segir það nokkuð ljóst að liðið þurfi að sýna töluvert betri leik en þær gerðu í dag og að það verði allt öðruvísi leikur að öllu leyti „Sá leikur verður allt öðruvísi en þessi leikur, ég á ekki von á því að við eigum 30 skot á markið þá. Enn þetta var svona týpískur leikur eftir landsleikjahlé, við erum með marga leikmenn í því verkefni og það er algengt að við séum að mæta svona í fyrsta leik eftir það. Ég er bara mjög fegin að hafa unnið þennan leik.“ Landsliðskonan, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, meiddist í landsliðsverkefninu og var ekki á skýrslu í dag. Ólafur vonast auðvitað eftir því að hún verði með í leiknum gegn Val „Já, ég á alveg eins von á því. Ég hef reyndar ekki hugmynd um það en ég vona það. Við mætum allavega 11 til leiks, þetta verður mikil skemmtun og við vinnum“ sagði Ólafur nokkuð bjartsýnn og léttur í lokin Þórhallur: Ógeðslega svekkjandiÞórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings, var ansi svekktur eftir leik en hrósaði sínum leikmönnum fyrir frammistöðuna í leiknum „Þetta er nátturlega bara ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark á loka sekúndunni“ „Ég er samt ánægður með mitt lið í þessum leik, það munaði ekki miklu að við myndum ná stigi í kvöld.“ sagði Þórhallur Breiðablik er eitt af toppliðum deildarinnar og stig á útivelli hefði verið draumaúrslit fyrir Þórhall og hans stelpur í kvöld. Hann viðurkennir að það þurfi smá lukku til að ná fram góðum úrslitum í leikjum sem þessum „Við vörðumst vel og þær áttu einhver skot á markið. Við vitum að við erum með færri landsliðskonur en Breiðablik og urðum að treysta á smá lukku sem við fengum svo sannarlega ekki undir lokin og með sjálfsmarki í byrjun leiks.“ Þórhallur hrósar sínum leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum og segist einna helst ánægður með karakterinn og þær hafi ekki misst haus í upphafi leiks þegar þær skora sjálfsmark gegn meisturunum. „Mér fannst þetta bara virkilega flottur leikur hjá mínu liði og flottur karakter. Við töpuðum 6-1 hérna síðast og vorum þá komnar 4-0 undir eftir 20 mínútur. Svo ég er bara ánægður með það að þær hafi haldið haus eftir að hafa skorað sjálfsmark eftir 3 mínútur.“ „Enn heilt yfir er ég bara ánægður með allt liðið, vinnslan hjá liðinu var til fyrirmyndar og bara virkilega svekkjandi að uppskera ekki stig.“ sagði Þórhallur að lokum