Harpa fór aftur undir hnífinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júní 2019 07:30 Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. Fréttablaðið/andri marinó Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira