Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heilnæmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. Vísir/getty Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira