Hefja söfnun til að koma Sayed og fánanum risastóra til landsins fyrir Frakkaleikinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 12:00 Mynd/Mohammad Sayed Majumder Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning: EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti