Gat ekki hafnað þessu boði Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 11:30 Hilmar Smári Henningsson. vísir/bára Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira