Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 17:30 Steph Houghton, fyrirliði Englands, fagnar marki sínu. vísir/getty England er komið í 8-liða úrslit á HM kvenna eftir 3-0 sigur á Kamerún í Valenciennes í dag. England mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. Fyrirliði Englendinga, Steph Houghton, kom þeim yfir með skoti úr óbeinni aukaspyrnu á markteigslínunni eftir stundarfjórðungs leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð svo allt vitlaust. Ellen White skoraði fyrir England en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En markið fékk réttilega að standa eftir að atvikið var skoðað í VARsjánni. Leikmenn Kamerún voru æfir, söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda áfram að spila. Eftir drykklanga stund fóru Kamerúnar loks af velli. Nokkrir leikmenn liðsins voru í miklu uppnámi, grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma í sinn garð. Lundin léttist ekkert hjá leikmönnum Kamerún þegar mark var dæmt af þeim í upphafi seinni hálfleiks. Kamerúnar sóttu stíft eftir þetta en Englendingar refsuðu með marki Alex Greenwood á 58. mínútu. Skömmu áður var Greenwood næstum því búin að færa Kamerún mark á silfurfati en Karen Bardsley, markvörður Englands, bjargaði. Fleiri urðu mörkin ekki og England fagnaði 3-0 sigri og sæti í 8-liða úrslitum. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Englendingar komast í 8-liða úrslit á HM kvenna. HM 2019 í Frakklandi
England er komið í 8-liða úrslit á HM kvenna eftir 3-0 sigur á Kamerún í Valenciennes í dag. England mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. Fyrirliði Englendinga, Steph Houghton, kom þeim yfir með skoti úr óbeinni aukaspyrnu á markteigslínunni eftir stundarfjórðungs leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð svo allt vitlaust. Ellen White skoraði fyrir England en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En markið fékk réttilega að standa eftir að atvikið var skoðað í VARsjánni. Leikmenn Kamerún voru æfir, söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda áfram að spila. Eftir drykklanga stund fóru Kamerúnar loks af velli. Nokkrir leikmenn liðsins voru í miklu uppnámi, grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma í sinn garð. Lundin léttist ekkert hjá leikmönnum Kamerún þegar mark var dæmt af þeim í upphafi seinni hálfleiks. Kamerúnar sóttu stíft eftir þetta en Englendingar refsuðu með marki Alex Greenwood á 58. mínútu. Skömmu áður var Greenwood næstum því búin að færa Kamerún mark á silfurfati en Karen Bardsley, markvörður Englands, bjargaði. Fleiri urðu mörkin ekki og England fagnaði 3-0 sigri og sæti í 8-liða úrslitum. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Englendingar komast í 8-liða úrslit á HM kvenna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti