Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2019 13:10 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland árið 2011, án árangurs. Olíuboranir hafa síðan legið niðri í lögsögu Grænlendinga. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. Í formála 44 síðna greinargerðar er vísað til þess að Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hafi árið 2007 áætlað að einhverjar mestu óuppgötvuðu olíulindir jarðar væru á Grænlandi og metið þær yfir 30 milljarða tunna af olíu. Rifjað er upp að olíuleit hafi verið stunduð á Grænlandi frá árunum upp úr 1970. Til þessa hafa sex holur verið boraðar á landgrunni Grænlands en þær hafa aðeins skilað örlitlum votti af olíu. Fram kemur að tuttugu leitarleyfi hafi verið í gildi á tímabilinu 2014-2018 en þeim hafi öllum verið skilað inn. Síðan þá hafi borist fjórar umsóknir, sem veki bjartsýni.Frá höfninni í Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Langtímamarkmiðið séu boranir í landgrunni Grænlands, þar sem stærstu tækifærin séu, en fyrst um sinn verði áhersla lögð á boranir á landi, til að endurvekja áhuga olíufélaga. Þar er einkum horft til Norðaustur-Grænlands. Minnt er á að í Noregi hafi 33 holur verið boraðar án árangurs á sjöunda áratugnum þar til olía fannst loksins í vinnanlegu magni á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969. „Enginn vafi leikur á því kolvetnissvæði gætu stuðlað að því að Grænland verði efnahagslega sjálfbært, ef Grænlandi tekst að verða olíuframleiðsluland,“ segir í rökstuðningi grænlensku landsstjórnarinnar.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.„Við lifum á tímum þegar mikilvægt er að leggja áherslu á aðra orkugjafa og draga úr losun koltvísýrings. Það er þó ljóst að það mun einnig verða aukin eftirspurn eftir olíu á næstu árum. Þannig hefur Alþjóðaorkustofnunin áætlað að eftirspurn eftir olíu muni aukast fram til ársins 2040. Grænland, eins og iðnríki og olíuframleiðslulönd, á rétt á að mæta þessari eftirspurn. Þetta breytir ekki því að landsstjórn Grænlands, Naalakkersuisut, leggur á sama tíma mikla áherslu á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og annarra orkugjafa,“ segir ennfremur. „Þróunin á Grænlandi verður auðvitað að vera sjálfbær. Þetta verður að gera með virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. En ef við höldum áfram að uppfylla ströngustu staðla á svæðinu, þá verður einnig hægt að samræma markmið um sjálfbæra þróun - bæði staðbundið og á heimsvísu – því að olíu- og gasvinnsla þróist á Grænlandi,“ segir í greinargerð um olíustefnu Grænlands. Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. Í formála 44 síðna greinargerðar er vísað til þess að Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hafi árið 2007 áætlað að einhverjar mestu óuppgötvuðu olíulindir jarðar væru á Grænlandi og metið þær yfir 30 milljarða tunna af olíu. Rifjað er upp að olíuleit hafi verið stunduð á Grænlandi frá árunum upp úr 1970. Til þessa hafa sex holur verið boraðar á landgrunni Grænlands en þær hafa aðeins skilað örlitlum votti af olíu. Fram kemur að tuttugu leitarleyfi hafi verið í gildi á tímabilinu 2014-2018 en þeim hafi öllum verið skilað inn. Síðan þá hafi borist fjórar umsóknir, sem veki bjartsýni.Frá höfninni í Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Langtímamarkmiðið séu boranir í landgrunni Grænlands, þar sem stærstu tækifærin séu, en fyrst um sinn verði áhersla lögð á boranir á landi, til að endurvekja áhuga olíufélaga. Þar er einkum horft til Norðaustur-Grænlands. Minnt er á að í Noregi hafi 33 holur verið boraðar án árangurs á sjöunda áratugnum þar til olía fannst loksins í vinnanlegu magni á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969. „Enginn vafi leikur á því kolvetnissvæði gætu stuðlað að því að Grænland verði efnahagslega sjálfbært, ef Grænlandi tekst að verða olíuframleiðsluland,“ segir í rökstuðningi grænlensku landsstjórnarinnar.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.„Við lifum á tímum þegar mikilvægt er að leggja áherslu á aðra orkugjafa og draga úr losun koltvísýrings. Það er þó ljóst að það mun einnig verða aukin eftirspurn eftir olíu á næstu árum. Þannig hefur Alþjóðaorkustofnunin áætlað að eftirspurn eftir olíu muni aukast fram til ársins 2040. Grænland, eins og iðnríki og olíuframleiðslulönd, á rétt á að mæta þessari eftirspurn. Þetta breytir ekki því að landsstjórn Grænlands, Naalakkersuisut, leggur á sama tíma mikla áherslu á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og annarra orkugjafa,“ segir ennfremur. „Þróunin á Grænlandi verður auðvitað að vera sjálfbær. Þetta verður að gera með virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. En ef við höldum áfram að uppfylla ströngustu staðla á svæðinu, þá verður einnig hægt að samræma markmið um sjálfbæra þróun - bæði staðbundið og á heimsvísu – því að olíu- og gasvinnsla þróist á Grænlandi,“ segir í greinargerð um olíustefnu Grænlands.
Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15
Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59