Erlent

Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl ný­sköpunar og hag­vaxtar

Kjartan Kjartansson skrifar
Philippe Aghion, einn þriggja Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði í ár.
Philippe Aghion, einn þriggja Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði í ár. Vísir/EPA

Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt.

Joel Mokyr, bandarísk-ísraelskur hagfræðingur frá Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum, fær verðlaunin fyrir að hafa „bent á nauðsynleg skilyrði fyrir samfelldum hagvexti með tæknilegum framförum“, að því er segir í rökstuðningi sænsku vísindaakademíunnar.

Þá fá Frakkinn Philippe Aghion og Kanadamaðurinn Peter Howitt verðlaunin sameiginlega fyrir kenningu sína um „viðvarandi vöxt með skapandi eyðileggingu“.

Nefndin segir í rökstuðningi sínum að síðustu tvær aldirnar séu fyrsta skiptið í sögunni sem mannkynið hafi upplifað samfelldan hagvöxt. Hann hafi lyft gríðarlegum fjölda fólks úr fátækt og lagt grundvöllinn að hagsæld. Verðlaunahafarnir í ár hafi með rannsóknum sínum útskýrt hvernig nýsköpun sé drefkrafturinn að frekari framförum.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×