Zion valinn fyrstur til Pelicans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2019 08:00 Zion Williamson er kominn í NBA deildina vísir/getty Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti