Finnst allt skemmtilegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Baldvin Fannar við flygilinn sem afi hans átti. Þar situr hann mörgum stundum. Fréttablaðið/Stefán Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira