Dýrara að urða sorp með grænum skatti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 19:45 Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári. Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári.
Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira