Varamaðurinn tryggði Evrópumeisturunum þriðja sigurinn í jafn mörgum leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 17:45 Lineth Beerensteyn skorar sigurmark Hollands. vísir/getty Evrópumeistarar Hollands unnu Kanada, 2-1, í lokaleik sínum í E-riðli heimsmeistaramóts kvenna í dag. Hollendingar unnu alla þrjá leikina sína í riðlinum. Kanadíska liðið vann tvo leiki og lenti í 2. sæti riðilsins. Strax á upphafsmínútu leiksins fékk Kanada vítaspyrnu. Svo héldu leikmenn liðsins allavega en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi sá Stéphanie Frappart, dómari leiksins, að brotið var fyrir utan teig. Um miðjan fyrri hálfleik var mark svo dæmt af Kanada vegna rangstöðu. Holland jók pressuna eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og Vivianne Miedema átti skot í stöng. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik. Á 54. mínútu náðu Hollendingar forystunni þegar varnarmaðurinn Anouk Dekker skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Sherida Spitse. Sex mínútum síðar jafnaði Christine Sinclair metin með föstu skoti af fjærstönginni eftir fyrirgjöf Jordyn Huitema. Þetta var 182. landsliðsmark Sinclair sem skoraði þarna á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Sinclair og hin brasilíska Marta eru þær einu sem hafa afrekað það.5 - Canada's Christine Sinclair becomes only the second player to score at five Women's World Cup tournaments (2003, 2007, 2011, 2015 and 2019), along with Brazil's Marta. Legend. #FIFAWWC#NEDCANpic.twitter.com/EDcbcSTfMx — OptaJoe (@OptaJoe) June 20, 2019 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tryggði varamaðurinn Lineth Beerensteyn Hollandi sigurinn þegar hún ýtti boltanum yfir línuna eftir góða hollenska sókn og fyrirgjöf Desiree van Luntern frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og Holland fagnaði sínum þriðja sigri í jafn mörgum leikjum á HM. HM 2019 í Frakklandi
Evrópumeistarar Hollands unnu Kanada, 2-1, í lokaleik sínum í E-riðli heimsmeistaramóts kvenna í dag. Hollendingar unnu alla þrjá leikina sína í riðlinum. Kanadíska liðið vann tvo leiki og lenti í 2. sæti riðilsins. Strax á upphafsmínútu leiksins fékk Kanada vítaspyrnu. Svo héldu leikmenn liðsins allavega en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi sá Stéphanie Frappart, dómari leiksins, að brotið var fyrir utan teig. Um miðjan fyrri hálfleik var mark svo dæmt af Kanada vegna rangstöðu. Holland jók pressuna eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og Vivianne Miedema átti skot í stöng. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik. Á 54. mínútu náðu Hollendingar forystunni þegar varnarmaðurinn Anouk Dekker skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Sherida Spitse. Sex mínútum síðar jafnaði Christine Sinclair metin með föstu skoti af fjærstönginni eftir fyrirgjöf Jordyn Huitema. Þetta var 182. landsliðsmark Sinclair sem skoraði þarna á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Sinclair og hin brasilíska Marta eru þær einu sem hafa afrekað það.5 - Canada's Christine Sinclair becomes only the second player to score at five Women's World Cup tournaments (2003, 2007, 2011, 2015 and 2019), along with Brazil's Marta. Legend. #FIFAWWC#NEDCANpic.twitter.com/EDcbcSTfMx — OptaJoe (@OptaJoe) June 20, 2019 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tryggði varamaðurinn Lineth Beerensteyn Hollandi sigurinn þegar hún ýtti boltanum yfir línuna eftir góða hollenska sókn og fyrirgjöf Desiree van Luntern frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og Holland fagnaði sínum þriðja sigri í jafn mörgum leikjum á HM.