Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 12:30 Hvalirnir voru fluttir á milli landa í sérútbúnum gámum. VÍSIR/VILHELM Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35