Verstappen fékk staðfestan sigurinn eftir þriggja tíma bið Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2019 18:04 Verstappen fagnar sigrinum. vísir/getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig. Austurríki Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig.
Austurríki Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira