Verstappen fékk staðfestan sigurinn eftir þriggja tíma bið Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2019 18:04 Verstappen fagnar sigrinum. vísir/getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig. Austurríki Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig.
Austurríki Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira