Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:26 Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Sigurjón Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst. Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst.
Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27
Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53