Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:26 Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Sigurjón Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst. Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst.
Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27
Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53