Hildur bætist í fámennan hóp Íslendinga í bandarísku kvikmyndaakademíunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Hildur greindi nýlega frá þessu á Twitter en hún hefur hlotið mikið lof undanfarnar vikur eftir sýningu HBO þáttanna Tsjernóbíl. Hildur bætist í hóp Íslendinga sem hafa hlotið boð í akademíuna undanfarin ár. Má þar nefna Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld og Fríðu S. Aradóttur förðungarfræðing sem var boðið sæti árið 2015. Hebu Þórisdóttur förðunarfræðingi var boðið árið 2016 og Atla Örvarssyni tónskáldi árið 2017. Elísabet Rónaldsdóttur kvikmyndaklippara var boðið sæti í fyrra. Hildur þakkaði akademíunni kærlega fyrir boðið á Twitter og sagði um mikinn heiður að ræða. Akademían kýs á hverju ári um hverjir hljóti Óskarsverðlaun. Thank you so much to @TheAcademy! Such an honour! #theacademy #memberoftheacademy #musicbranch #composer pic.twitter.com/tsxivp5qB2— Hildur Gudnadottir (@hildurness) July 7, 2019 Auk þess að semja tónlistina í Tsjernóbíl er hún með tónlistina í kvikmyndinni Joker á borðinu hjá sér. Þá samdi hún tónlistina í framhaldsmyndinni Sicario: Day of the Soldado en Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í fyrri myndinni. Hildur ræddi í útvarpsþættinum Score á dögunum hvernig hún hefði staðið að því að semja tónlistina fyrir Tsjernóbíl. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“ Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tsjernobyl Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Hildur greindi nýlega frá þessu á Twitter en hún hefur hlotið mikið lof undanfarnar vikur eftir sýningu HBO þáttanna Tsjernóbíl. Hildur bætist í hóp Íslendinga sem hafa hlotið boð í akademíuna undanfarin ár. Má þar nefna Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld og Fríðu S. Aradóttur förðungarfræðing sem var boðið sæti árið 2015. Hebu Þórisdóttur förðunarfræðingi var boðið árið 2016 og Atla Örvarssyni tónskáldi árið 2017. Elísabet Rónaldsdóttur kvikmyndaklippara var boðið sæti í fyrra. Hildur þakkaði akademíunni kærlega fyrir boðið á Twitter og sagði um mikinn heiður að ræða. Akademían kýs á hverju ári um hverjir hljóti Óskarsverðlaun. Thank you so much to @TheAcademy! Such an honour! #theacademy #memberoftheacademy #musicbranch #composer pic.twitter.com/tsxivp5qB2— Hildur Gudnadottir (@hildurness) July 7, 2019 Auk þess að semja tónlistina í Tsjernóbíl er hún með tónlistina í kvikmyndinni Joker á borðinu hjá sér. Þá samdi hún tónlistina í framhaldsmyndinni Sicario: Day of the Soldado en Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í fyrri myndinni. Hildur ræddi í útvarpsþættinum Score á dögunum hvernig hún hefði staðið að því að semja tónlistina fyrir Tsjernóbíl. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tsjernobyl Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14
Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31
Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15