Stranger Things slær áhorfendamet Netflix Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2019 08:14 Nokkrir leikarar þáttanna á góðri stundu. (F.v: Joe Keery, Finn Wolfhard, Natalia Dyer og Charlie Heaton) Vísir/Getty Þriðja þáttaröð bandarísku vísindaskálskaparþáttanna Stranger Things, sem framleiddir eru af streymisveitunni Netflix, hefur sett nýtt met þegar kemur að áhorfi á efni veitunnar. Þáttaröðin fór í loftið á Netflix þann 4. júlí síðastliðinn, en síðan þá hafa rúmlega 40 milljónir byrjað á þáttaröðinni, á aðeins 14 dögum. Frá þessu greindi streymisveitan vinsæla í tísti þar sem einnig kemur fram að rúmar 18 milljónir Netflix-reikninga hafi þegar klárað þriðju þáttaröðina í heild sinni. Fyrra met streymisveitunnar átti sjónvarpsmyndin Murder Mystery með Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólaf Darra í aðalhlutverkum..@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records! 40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season. — Netflix US (@netflix) July 8, 2019 Það er mat þeirra sem fylgst hafa með krökkunum knáu frá Hawkins í Indiana, þar sem þættirnir gerast, að þriðja þáttaröðin sé sú blóðugasta og jafnframt sú myndrænasta, þar sem hún skartar atriðum sem skilja áhorfendur eftir með ónotatilfinningu í maganum. Margir virðast þó einfaldlega ekki geta sleppt því að horfa. Shawn Levy, einn framleiðenda þáttanna hefur þá upplýst um að þriðja þáttaröðin verði ekki sú síðasta. Þáttaröð fjögur af Stranger Things eigi „pottþétt eftir að gerast.“ Netflix á þó eftir að staðfesta þær fregnir, en miðað við vinsældir þáttanna er ólíklegt að streymisrisinn vilji sleppa takinu af gullgæsinni sem þættirnir hafa reynst vera. „Ég skal segja ykkur það að við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvað kemur til með að gerast í fjórðu seríu. Sería fjögur er pottþétt að fara að gerast,“ sagði Levy í samtali við miðilinn Collider. „Það eru miklar líkur á annarri þáttaröð í kjölfar hennar [þeirrar fjórðu] en það er óákveðið að svo stöddu.“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þriðja þáttaröð bandarísku vísindaskálskaparþáttanna Stranger Things, sem framleiddir eru af streymisveitunni Netflix, hefur sett nýtt met þegar kemur að áhorfi á efni veitunnar. Þáttaröðin fór í loftið á Netflix þann 4. júlí síðastliðinn, en síðan þá hafa rúmlega 40 milljónir byrjað á þáttaröðinni, á aðeins 14 dögum. Frá þessu greindi streymisveitan vinsæla í tísti þar sem einnig kemur fram að rúmar 18 milljónir Netflix-reikninga hafi þegar klárað þriðju þáttaröðina í heild sinni. Fyrra met streymisveitunnar átti sjónvarpsmyndin Murder Mystery með Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólaf Darra í aðalhlutverkum..@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records! 40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season. — Netflix US (@netflix) July 8, 2019 Það er mat þeirra sem fylgst hafa með krökkunum knáu frá Hawkins í Indiana, þar sem þættirnir gerast, að þriðja þáttaröðin sé sú blóðugasta og jafnframt sú myndrænasta, þar sem hún skartar atriðum sem skilja áhorfendur eftir með ónotatilfinningu í maganum. Margir virðast þó einfaldlega ekki geta sleppt því að horfa. Shawn Levy, einn framleiðenda þáttanna hefur þá upplýst um að þriðja þáttaröðin verði ekki sú síðasta. Þáttaröð fjögur af Stranger Things eigi „pottþétt eftir að gerast.“ Netflix á þó eftir að staðfesta þær fregnir, en miðað við vinsældir þáttanna er ólíklegt að streymisrisinn vilji sleppa takinu af gullgæsinni sem þættirnir hafa reynst vera. „Ég skal segja ykkur það að við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvað kemur til með að gerast í fjórðu seríu. Sería fjögur er pottþétt að fara að gerast,“ sagði Levy í samtali við miðilinn Collider. „Það eru miklar líkur á annarri þáttaröð í kjölfar hennar [þeirrar fjórðu] en það er óákveðið að svo stöddu.“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25