Verðlaun streymdu til íslensku dansaranna Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Luis Lucas Antónió Cabambe og Brynjar Dagur Albertsson hlutu gullverðlaun í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mynd/Brynja Pétursdóttir „Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira