Verðlaun streymdu til íslensku dansaranna Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Luis Lucas Antónió Cabambe og Brynjar Dagur Albertsson hlutu gullverðlaun í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mynd/Brynja Pétursdóttir „Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
„Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira