N1-mótinu í fótbolta, því 33. í röðinni lauk á Akureyri í gær en Guðjón Guðmundsson, Gaupi, var að sjálfsögðu mættur norður og fylgdist spenntur með mótinu.
Hápunkturinn mótsins var síðla laugardags er úrslitaleikurinn í A-liðum fór fram en í úrslitaleiknum þetta árið mættust heimamenn í KA og Valur.
Eftir vel leikinn og skemmtilegan leik urðu það KA sem urðu N1-meistarar árið 2019 eftir 4-0 sigur í úrslitaleiknum.
Alexander Arnarsson, úr Val, var valinn leikmaður mótsins en Gaupi mun gera mótinu góð skil á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið. Þátturinn um mótið hefst klukan 19.00.
