Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 19:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er hæstánægður með skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs hjá UNESCO. Vísir/Stöð 2 Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00