Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2019 22:15 Úr leik kvöldsins. vísir/bára Atli Arnarson reyndist hetja HK er liðið lagði Breiðablik 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust í 2-0 og minnkuðu Blikar muninn á 89. mínútu líkt og í fyrri leiknum. Að þessu sinni héldu HK þó út og sigldu þremur stigum heim. Heimamenn höfðu tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik en náðu þó aldrei að opna varnarmúr HK almennilega. Gestirnir reyndu svo að beita skyndisóknum þegar það átti við en þær voru mjög fáar framan af leik. Það tók heimamenn 23 mínútur að opna vörn gestanna en Thomas Mikkelsen átti þá gott skot eftir sendingu Brynjólfs Darra Willumssonar sem Arnar Freyr Ólafsson varði vel í marki HK. Arnar Freyr átti svo eftir að gera gott betur í síðari hálfleik. Það stefndi hins vegar í markalausan fyrri hálfleik þegar HK komst óvænt yfir gegn gangi leiksins á 42. mínútu. Atli Arnarson stakk sér þá inn fyrir vörn Breiðabliks þegar Björn Berg Bryde sendi háan bolta frá miðlínu inn á vítateig heimamanna. Gunnleifur Gunnleifsson kom út úr markinu og Atli skallaði knöttinn hárfínt yfir Gunnleif og í netið. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og þannig var hún þegar Guðmundur Ársæll flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur hófst nákvæmlega eins og sá fyrri. Blikar þreifuðu fyrir sér og HK lá í vörn. Atli tvöfaldaði svo óvænt forystu gestanna á 59. mínútu leiksins með góðu skoti úr teignum eftir að Birkir Valur Jónsson hafði átt skot í varnarmann. Þaðan hrökk boltinn til Atla sem lagði hann snyrtilega í netið. Ágúst Gylfason sendi þá Gísla Eyjólfsson, Þóri Guðjónssonog Aron Bjarnason inn á til að bjarga málunum. Sóknarþungi Blika jókst og voru þeir nálægt því að minnka muninn á 77. mínútu þegar Arnar Freyr varði meistaralega skalla frá Mikkelsen innan úr markteig. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem Blikar minnkuðu muninn. Þar var að verki Þórir Guðjónsson eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Blikar gerðu hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og HK hélt út, lokatölur 1-2. HK fer þar með upp að hlið Víkings með 11 stig á meðan Blikar eru nú sjö stigum á eftir KR.Það var hiti í mönnum í kvöld.vísir/báraAf hverju vann HK? Af því þeir nýttu færin sín. Svo einfalt er það. Hverjir stóðu upp úr? Atli Arnarson skoraði tvö góð mörk af miðjunni hjá HK og þá var Ásgeir Börkur Ásgeirsson tveggja manna maki á miðjunni með honum. Þar fyrir aftan voru Leifur Andri Leifsson og Arnar Freyr Ólafsson frábærir. Hjá Blikum var það helst Thomas Mikkelsen sem var í færum án þess þó að nýta þau og svo varamennirnir sem bjuggu til mark Blika. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir að vera mikið mun meira með boltann. Að sama skapi skoraði HK tvö mörk án þess að vera með boltann nema skamma stund í einu. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Vaduz í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kemur. HK fær hins vegar KA í heimsókn á sunnudeginum eftir viku.Ágúst flott klæddur í kvöld.vísir/báraÁgúst svaraði fyrir þá sem sátu á bekknum „Þetta var skrýtið. Mér fannst við vera með fulla stjórn á leiknum en hleypum þeim inn í leikinn með tveimur mörkum og svo kviknar aðeins í okkur þegar þau eru komin.“ „Þeir falla niður og við sköpum okkur ágætis færi til að skora. Náum að skora eitt mark og þá hélt maður að við myndum setja annað en það náðist því miður ekki í dag,“ sagði niðurlútur Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap sinna manna gegn nágrönnunum í HK. Ágúst var ekki sammála undirrituðum um að leikurinn hefði verið svipaður og fyrri leikurinn þar sem honum fannst Blikar vera eftir á í öllum aðgerðum. „Þetta var allt öðruvísi en fyrri leikurinn. Þar mættum við bara ekki til leiks og vorum undir í öllu. Í dag fannst mér við töluvert betri en sá fyrri var bara lélegur af okkar hálfu. Við héldum boltanum betur í dag og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Ágúst um muninn á milli leikjanna tveggja. Aron Bjarnason og Gísli Eyjólfsson byrjuðu báðir á varamannabekk Breiðabliks í dag. Aron er að fara til Ungverjalands nú 20. júlí á meðan Gísli er nýkominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Mjallby í Svíþjóð. Aðspurður hvort þeir hefðu mögulega átt að byrja leikinn þá sagði Ágúst að svo hefði vel mátt vera. „Ég velti öllu fyrir mér varðandi leikmennina, hver á að byrja og annað. Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun. Kannski var það röng ákvörðun og ég verð að lifa með því,“ sagði Ágúst að lokum.Brynjar var stoltur í leikslok.vísir/báraStoltur Brynjar kíkir á leikmannamarkaðinn „Þetta var bara frábært, algjör snilld,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK um það hvernig sér leið eftir frækinn sigur HK gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. „Hrikaleg vinna sem fór í þennan leik og mikil orka. Strákarnir stóðu sig frábærlega, skorum tvö góð mörk og nýttum færin okkar mjög vel í dag. Sem við þurftum alltaf að gera. Svo var maður aðeins farinn að naga neglurnar síðustu 10 mínúturnar.“ HK glutraði niður tveggja marka forystu gegn Breiðablik í fyrri leik liðanna sem og liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Brynjar játti því að það hafi verið verulega um bekkinn þegar Blikar minnkuðu muninn. „Arnar varði tvisvar frábærlega og það er mjög viðkvæm staða að vera 2-0 yfir. Færð eitt á þig og þá er lítið sem þarf að gerast til að leikurinn endi jafntefli. En við kláruðum þetta og ég er hrikalega ánægður með liðið í dag.“ Að lokum var Brynjar Björn spurður út í leikmannamarkaðinn og hvort HK væri á markðanum en félagaskiptaglugginn er opinn sem stendur. „Ég held að allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum og við erum það eins og allir hinir.“Atli skorar fyrsta markið.vísir/báraAtli Arnarson: Þurfum aðeins að skoða taugarnar í lokin Þetta er gríðarlega ljúft, sérstaklega í ljósi þess að við höfum veirð að missa niður svona forskot í nokkrum leikjum í sumar. En við þurfum aðeins að skoða taugarnar í lokin því við föllum frekar neðarlega en það var virkilega sætt að klára þetta í dag,“ sagði kampakátur Atli Arnarson en hann skoraði bæði mörk í kvöld. Aðspurður hvort hann gæti vanist því að spila fótbolta í sól og sumaryl fyrir framan 2000 manns og skora tvívegis þá stóð ekki á svörum hjá Atla. „Það væri ekki verra ef þetta væri að detta meira hjá manni svo það er klárlega eitthvað sem ég gæti vanist.“ „Við höfum verið að missa þetta niður og þessi sigur gefur okkur þrjú stig og sjálfstraust inn í framhaldið. Sýnir að við getum klárað þetta og við erum búnir að vinna í því að stilla okkur betur saman til að sigla þessu heim og þetta er klárlega byr undir báða vængi“ sagði markaskorinn Atli Arnarson að lokum við Sýn varðandi hvort þessi sigur væri ekki mjög mikilvægur upp á framhaldið.Gunnleifur í leiknum í kvöld.vísir/báraGunnleifur Gunnleifsson: Ég er fullfrískur og ekkert meira um það að segja „Töpuðum náttúrulega leiknum og ég óska HK til hamingju með það. Þeir börðust fyrir þessu svo sannarlega, gáfu allt í þetta. Við gefum þeim fyrsta markið rétt fyrir hlé og svo múra þeir fyrir, skora gott mark númer tvö og það var erfitt að finna leið í gegnum þá“ sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson um hvað fór úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Nei það finnst mér ekki. Við erum með gott lið, með gott sóknarlið og gott varnarlið. Ég hef ekki of miklar áhyggjur af þessu en það er náttúrulega hundfúlt að tapa fótboltaleik en við komum til baka,“ sagði Gunnleifur varðandi það hvort Blikar þyrftu að hafa áhyggjur af því að hafa hlaupið á vegg sóknarlega núna í tveimur leikjum í röð. „Þetta er bara skemmtilegt. Fínt að kúpla sig út eftir þetta finnst mér og spila Evrópuleik á fimmtudaginn. Við viljum spila fullt af leikjum og getum ekki verið í fýlu yfir þessu lengi,“ sagði Gunnleifur varðandi komandi Evrópuleiki en Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein en Gunnleifur lék með þeim hér um árið. „Bara fínn. Ég er fullfrískur og ekkert meira um það að segja,“ sagði Gunnleifur að lokum þegar hann var spurður út í hvernig staðan væri á honum líkamlega. Gunnleifur kom meiddur af velli gegn KR og í vikunni var Ólafur Íshólm kallaður úr láni frá Fram þar sem hann hefur staðið í rammanum það sem af er sumri. Pepsi Max-deild karla
Atli Arnarson reyndist hetja HK er liðið lagði Breiðablik 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust í 2-0 og minnkuðu Blikar muninn á 89. mínútu líkt og í fyrri leiknum. Að þessu sinni héldu HK þó út og sigldu þremur stigum heim. Heimamenn höfðu tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik en náðu þó aldrei að opna varnarmúr HK almennilega. Gestirnir reyndu svo að beita skyndisóknum þegar það átti við en þær voru mjög fáar framan af leik. Það tók heimamenn 23 mínútur að opna vörn gestanna en Thomas Mikkelsen átti þá gott skot eftir sendingu Brynjólfs Darra Willumssonar sem Arnar Freyr Ólafsson varði vel í marki HK. Arnar Freyr átti svo eftir að gera gott betur í síðari hálfleik. Það stefndi hins vegar í markalausan fyrri hálfleik þegar HK komst óvænt yfir gegn gangi leiksins á 42. mínútu. Atli Arnarson stakk sér þá inn fyrir vörn Breiðabliks þegar Björn Berg Bryde sendi háan bolta frá miðlínu inn á vítateig heimamanna. Gunnleifur Gunnleifsson kom út úr markinu og Atli skallaði knöttinn hárfínt yfir Gunnleif og í netið. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og þannig var hún þegar Guðmundur Ársæll flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur hófst nákvæmlega eins og sá fyrri. Blikar þreifuðu fyrir sér og HK lá í vörn. Atli tvöfaldaði svo óvænt forystu gestanna á 59. mínútu leiksins með góðu skoti úr teignum eftir að Birkir Valur Jónsson hafði átt skot í varnarmann. Þaðan hrökk boltinn til Atla sem lagði hann snyrtilega í netið. Ágúst Gylfason sendi þá Gísla Eyjólfsson, Þóri Guðjónssonog Aron Bjarnason inn á til að bjarga málunum. Sóknarþungi Blika jókst og voru þeir nálægt því að minnka muninn á 77. mínútu þegar Arnar Freyr varði meistaralega skalla frá Mikkelsen innan úr markteig. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem Blikar minnkuðu muninn. Þar var að verki Þórir Guðjónsson eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Blikar gerðu hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og HK hélt út, lokatölur 1-2. HK fer þar með upp að hlið Víkings með 11 stig á meðan Blikar eru nú sjö stigum á eftir KR.Það var hiti í mönnum í kvöld.vísir/báraAf hverju vann HK? Af því þeir nýttu færin sín. Svo einfalt er það. Hverjir stóðu upp úr? Atli Arnarson skoraði tvö góð mörk af miðjunni hjá HK og þá var Ásgeir Börkur Ásgeirsson tveggja manna maki á miðjunni með honum. Þar fyrir aftan voru Leifur Andri Leifsson og Arnar Freyr Ólafsson frábærir. Hjá Blikum var það helst Thomas Mikkelsen sem var í færum án þess þó að nýta þau og svo varamennirnir sem bjuggu til mark Blika. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir að vera mikið mun meira með boltann. Að sama skapi skoraði HK tvö mörk án þess að vera með boltann nema skamma stund í einu. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Vaduz í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kemur. HK fær hins vegar KA í heimsókn á sunnudeginum eftir viku.Ágúst flott klæddur í kvöld.vísir/báraÁgúst svaraði fyrir þá sem sátu á bekknum „Þetta var skrýtið. Mér fannst við vera með fulla stjórn á leiknum en hleypum þeim inn í leikinn með tveimur mörkum og svo kviknar aðeins í okkur þegar þau eru komin.“ „Þeir falla niður og við sköpum okkur ágætis færi til að skora. Náum að skora eitt mark og þá hélt maður að við myndum setja annað en það náðist því miður ekki í dag,“ sagði niðurlútur Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap sinna manna gegn nágrönnunum í HK. Ágúst var ekki sammála undirrituðum um að leikurinn hefði verið svipaður og fyrri leikurinn þar sem honum fannst Blikar vera eftir á í öllum aðgerðum. „Þetta var allt öðruvísi en fyrri leikurinn. Þar mættum við bara ekki til leiks og vorum undir í öllu. Í dag fannst mér við töluvert betri en sá fyrri var bara lélegur af okkar hálfu. Við héldum boltanum betur í dag og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Ágúst um muninn á milli leikjanna tveggja. Aron Bjarnason og Gísli Eyjólfsson byrjuðu báðir á varamannabekk Breiðabliks í dag. Aron er að fara til Ungverjalands nú 20. júlí á meðan Gísli er nýkominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Mjallby í Svíþjóð. Aðspurður hvort þeir hefðu mögulega átt að byrja leikinn þá sagði Ágúst að svo hefði vel mátt vera. „Ég velti öllu fyrir mér varðandi leikmennina, hver á að byrja og annað. Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun. Kannski var það röng ákvörðun og ég verð að lifa með því,“ sagði Ágúst að lokum.Brynjar var stoltur í leikslok.vísir/báraStoltur Brynjar kíkir á leikmannamarkaðinn „Þetta var bara frábært, algjör snilld,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK um það hvernig sér leið eftir frækinn sigur HK gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. „Hrikaleg vinna sem fór í þennan leik og mikil orka. Strákarnir stóðu sig frábærlega, skorum tvö góð mörk og nýttum færin okkar mjög vel í dag. Sem við þurftum alltaf að gera. Svo var maður aðeins farinn að naga neglurnar síðustu 10 mínúturnar.“ HK glutraði niður tveggja marka forystu gegn Breiðablik í fyrri leik liðanna sem og liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Brynjar játti því að það hafi verið verulega um bekkinn þegar Blikar minnkuðu muninn. „Arnar varði tvisvar frábærlega og það er mjög viðkvæm staða að vera 2-0 yfir. Færð eitt á þig og þá er lítið sem þarf að gerast til að leikurinn endi jafntefli. En við kláruðum þetta og ég er hrikalega ánægður með liðið í dag.“ Að lokum var Brynjar Björn spurður út í leikmannamarkaðinn og hvort HK væri á markðanum en félagaskiptaglugginn er opinn sem stendur. „Ég held að allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum og við erum það eins og allir hinir.“Atli skorar fyrsta markið.vísir/báraAtli Arnarson: Þurfum aðeins að skoða taugarnar í lokin Þetta er gríðarlega ljúft, sérstaklega í ljósi þess að við höfum veirð að missa niður svona forskot í nokkrum leikjum í sumar. En við þurfum aðeins að skoða taugarnar í lokin því við föllum frekar neðarlega en það var virkilega sætt að klára þetta í dag,“ sagði kampakátur Atli Arnarson en hann skoraði bæði mörk í kvöld. Aðspurður hvort hann gæti vanist því að spila fótbolta í sól og sumaryl fyrir framan 2000 manns og skora tvívegis þá stóð ekki á svörum hjá Atla. „Það væri ekki verra ef þetta væri að detta meira hjá manni svo það er klárlega eitthvað sem ég gæti vanist.“ „Við höfum verið að missa þetta niður og þessi sigur gefur okkur þrjú stig og sjálfstraust inn í framhaldið. Sýnir að við getum klárað þetta og við erum búnir að vinna í því að stilla okkur betur saman til að sigla þessu heim og þetta er klárlega byr undir báða vængi“ sagði markaskorinn Atli Arnarson að lokum við Sýn varðandi hvort þessi sigur væri ekki mjög mikilvægur upp á framhaldið.Gunnleifur í leiknum í kvöld.vísir/báraGunnleifur Gunnleifsson: Ég er fullfrískur og ekkert meira um það að segja „Töpuðum náttúrulega leiknum og ég óska HK til hamingju með það. Þeir börðust fyrir þessu svo sannarlega, gáfu allt í þetta. Við gefum þeim fyrsta markið rétt fyrir hlé og svo múra þeir fyrir, skora gott mark númer tvö og það var erfitt að finna leið í gegnum þá“ sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson um hvað fór úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Nei það finnst mér ekki. Við erum með gott lið, með gott sóknarlið og gott varnarlið. Ég hef ekki of miklar áhyggjur af þessu en það er náttúrulega hundfúlt að tapa fótboltaleik en við komum til baka,“ sagði Gunnleifur varðandi það hvort Blikar þyrftu að hafa áhyggjur af því að hafa hlaupið á vegg sóknarlega núna í tveimur leikjum í röð. „Þetta er bara skemmtilegt. Fínt að kúpla sig út eftir þetta finnst mér og spila Evrópuleik á fimmtudaginn. Við viljum spila fullt af leikjum og getum ekki verið í fýlu yfir þessu lengi,“ sagði Gunnleifur varðandi komandi Evrópuleiki en Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein en Gunnleifur lék með þeim hér um árið. „Bara fínn. Ég er fullfrískur og ekkert meira um það að segja,“ sagði Gunnleifur að lokum þegar hann var spurður út í hvernig staðan væri á honum líkamlega. Gunnleifur kom meiddur af velli gegn KR og í vikunni var Ólafur Íshólm kallaður úr láni frá Fram þar sem hann hefur staðið í rammanum það sem af er sumri.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti