Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. júlí 2019 18:02 Nefndin lýsti sérstaklega áhyggjum af ofbeldi milli fanga á Litla-Hrauni, sem í skýrslunni er sagt tengjast fíkniefnum innan veggja fangelsisins. VÍSIR/VILHELM Skýrsla sem unnin var af Evrópunefnd um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum leiðir í ljós að aðbúnaður fanga er að mestu leyti góður. Þó séu atriði sem megi bæta, og hafa jafnvel verið í ólestri í lengri tíma. Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndarinnar heimsótti Ísland á dögunum 17. – 24. maí. Þetta er fimmta heimsókn slíkrar eftirlitsnefndar hingað til lands. Nefndin hefur áður heimsótt fangelsið á Akureyri, Kvíabryggju og Litla-Hraun, líkt og var gert í þessari eftirlitsferð. Þá var fangelsið á Hólmsheiði heimsótt í fyrsta sinn í þessari ferð.Áhyggjur vegna langvarandi aðgerðarleysis í ákveðnum málaflokkum Í skýrslunni lýsir eftirlitsnefndin meðal annars áhyggjum sínum vegna þeirra litlu aðgerða sem gripið hefur verið til varðandi athugasemdir sem nefndin hefur lengi haldið á lofti. Sumar þeirra ná allt aftur til fyrstu heimsóknarinnar fyrir 26 árum. Þar á meðal er krafan um að tekið verði á eiturlyfja- og áfengisfíkn í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fyrir fanga og lagalegir fyrirvarar um sjúkrahúsvistun gegn vilja einstaklings á geðdeild. Þá gerir eftirlitsnefndin ofbeldi á milli fanga á Litla-Hrauni að umfjöllunarefni í skýrslunni, og segir raunar að ofbeldið sem um ræðir sé bersýnilega tengt fíkniefnum innan fangelsisins. Þá segir að þrátt fyrir tilraunir starfsfólks til þess að bregðast við ofbeldinu, með því að skilja fanga í sundur og beita öðrum úrræðum, sé ljóst að ekki hafi verið tekið almennilega á rót vandans.Gluggalausir klefar á Akureyri óásættanlegir Eftirlitsnefndin lýsir einnig miklum áhyggjum sínum af gluggalausum klefum á Akureyri, þar sem gæsluvarðhaldsföngum hefur verið haldið í einangrun í allt að 14 daga. „Þetta er óásættanlegt. Nefndin krefst þess að íslensk yfirvöld staðfesti innan mánaðar að þessir klefar hafi verið teknir úr notkun og að allir gæsluvarðhaldsfangar á Akureyri verði vistaðir í klefum með viðunandi aðgang að náttúrulega ljósi,“ segir í skýrslunni. Þess má geta að í svari Dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þegar sé búið að bregðast við athugasemdum er snúa að gluggalausu klefunum og notkun þeirra verið hætt. Alvarlegustu áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustu í fangelsum Mestar áhyggjur hefur eftirlitsnefndin af stöðu heilbrigðisþjónustu innan fangelsa landsins. Fjöldi og viðvera heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum fjórum sé einfaldlega ófullnægjandi, sérstaklega á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Þá er bent á að þrátt fyrir tilmæli nefndarinnar frá 1993 er engin kerfisbundin eða tilbúin læknisfræðileg skimun á nýjum föngum, þar á meðal leit að áverkum og smitandi sjúkdómum. „Þetta er ekki aðeins óásættanlegt með það fyrir augum að koma í veg fyrir illa meðferð heldur einnig hættulegt frá lýðheilsusjónarmiði.“ Nefndin lýsir einnig verulegum áhyggjum vegna skorts á aðgengi fanga að sérfræðilæknum, þar á meðal tannlæknum en sérstaklega geðlæknum og aðstoð lútandi að geðheilsu. Andlega veikir fangar fái því ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi.Kalla eftir aðgerðaráætlun vegna fíkniefna Nefndin segir íslensk fangelsi skorta yfirgripsmikla áætlum um hvernig taka skuli á fíkniefnum í umferð innan veggja fangelsanna. Því kallar nefndin eftir því að innan þriggja mánaða hafi stjórnvöld lagt fram áætlun um hvernig sjá skulu föngum fyrir viðunandi heilbrigðisþjónustu og hvernig tækla eigi fíkniefni innan fangelsanna. Eins lýsti nefndin yfir áhyggjum sínum af því að fangelsisyfirvöld hér á landi hafi ekki tekið nógu vel á meirihluta þeirra vankanta sem nefndir hafa verið í fyrri skýrslum. Til að mynda í tilfelli laga um sjúkrahúsvistun gegn vilja fólks. Ekki sé nægileg varúð í löggjöf þar að lútandi og hún því ófullnægjandi. Segir athugasemdir skýrslunnar réttar og segir stjórnvöld þurfa að bregðast við Páll Winkel fangelsismálastjóri segist vera sammála því sem fram kemur í skýrslunni og þeim athugasemdum sem þar eru gerðar. Nefnir hann í því samhengi það sem betur mætti fara er varðar geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði fyrir fanga.Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum.Fréttablaðið/Anton Brink„Það eru atriði í skýrslunni sem þarf að bregðast við og til þess þurfa stjórnvöld í heild að bregðast við,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið hafi þegar brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar hafi verið í fyrri skýrslum, að því leiti sem stofnanirnar gátu gert einhliða. Til að mynda hafi gluggalaus fangaklefi verið tekinn úr notkun og búið sé að loka þeim fangelsum þar sem aðbúnaður var óviðunandi. „Mér heyrist á öllum að það sé ríkur vilji til þess að bregðast við þessum athugasemdum,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Skýrsla sem unnin var af Evrópunefnd um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum leiðir í ljós að aðbúnaður fanga er að mestu leyti góður. Þó séu atriði sem megi bæta, og hafa jafnvel verið í ólestri í lengri tíma. Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndarinnar heimsótti Ísland á dögunum 17. – 24. maí. Þetta er fimmta heimsókn slíkrar eftirlitsnefndar hingað til lands. Nefndin hefur áður heimsótt fangelsið á Akureyri, Kvíabryggju og Litla-Hraun, líkt og var gert í þessari eftirlitsferð. Þá var fangelsið á Hólmsheiði heimsótt í fyrsta sinn í þessari ferð.Áhyggjur vegna langvarandi aðgerðarleysis í ákveðnum málaflokkum Í skýrslunni lýsir eftirlitsnefndin meðal annars áhyggjum sínum vegna þeirra litlu aðgerða sem gripið hefur verið til varðandi athugasemdir sem nefndin hefur lengi haldið á lofti. Sumar þeirra ná allt aftur til fyrstu heimsóknarinnar fyrir 26 árum. Þar á meðal er krafan um að tekið verði á eiturlyfja- og áfengisfíkn í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fyrir fanga og lagalegir fyrirvarar um sjúkrahúsvistun gegn vilja einstaklings á geðdeild. Þá gerir eftirlitsnefndin ofbeldi á milli fanga á Litla-Hrauni að umfjöllunarefni í skýrslunni, og segir raunar að ofbeldið sem um ræðir sé bersýnilega tengt fíkniefnum innan fangelsisins. Þá segir að þrátt fyrir tilraunir starfsfólks til þess að bregðast við ofbeldinu, með því að skilja fanga í sundur og beita öðrum úrræðum, sé ljóst að ekki hafi verið tekið almennilega á rót vandans.Gluggalausir klefar á Akureyri óásættanlegir Eftirlitsnefndin lýsir einnig miklum áhyggjum sínum af gluggalausum klefum á Akureyri, þar sem gæsluvarðhaldsföngum hefur verið haldið í einangrun í allt að 14 daga. „Þetta er óásættanlegt. Nefndin krefst þess að íslensk yfirvöld staðfesti innan mánaðar að þessir klefar hafi verið teknir úr notkun og að allir gæsluvarðhaldsfangar á Akureyri verði vistaðir í klefum með viðunandi aðgang að náttúrulega ljósi,“ segir í skýrslunni. Þess má geta að í svari Dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þegar sé búið að bregðast við athugasemdum er snúa að gluggalausu klefunum og notkun þeirra verið hætt. Alvarlegustu áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustu í fangelsum Mestar áhyggjur hefur eftirlitsnefndin af stöðu heilbrigðisþjónustu innan fangelsa landsins. Fjöldi og viðvera heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum fjórum sé einfaldlega ófullnægjandi, sérstaklega á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Þá er bent á að þrátt fyrir tilmæli nefndarinnar frá 1993 er engin kerfisbundin eða tilbúin læknisfræðileg skimun á nýjum föngum, þar á meðal leit að áverkum og smitandi sjúkdómum. „Þetta er ekki aðeins óásættanlegt með það fyrir augum að koma í veg fyrir illa meðferð heldur einnig hættulegt frá lýðheilsusjónarmiði.“ Nefndin lýsir einnig verulegum áhyggjum vegna skorts á aðgengi fanga að sérfræðilæknum, þar á meðal tannlæknum en sérstaklega geðlæknum og aðstoð lútandi að geðheilsu. Andlega veikir fangar fái því ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi.Kalla eftir aðgerðaráætlun vegna fíkniefna Nefndin segir íslensk fangelsi skorta yfirgripsmikla áætlum um hvernig taka skuli á fíkniefnum í umferð innan veggja fangelsanna. Því kallar nefndin eftir því að innan þriggja mánaða hafi stjórnvöld lagt fram áætlun um hvernig sjá skulu föngum fyrir viðunandi heilbrigðisþjónustu og hvernig tækla eigi fíkniefni innan fangelsanna. Eins lýsti nefndin yfir áhyggjum sínum af því að fangelsisyfirvöld hér á landi hafi ekki tekið nógu vel á meirihluta þeirra vankanta sem nefndir hafa verið í fyrri skýrslum. Til að mynda í tilfelli laga um sjúkrahúsvistun gegn vilja fólks. Ekki sé nægileg varúð í löggjöf þar að lútandi og hún því ófullnægjandi. Segir athugasemdir skýrslunnar réttar og segir stjórnvöld þurfa að bregðast við Páll Winkel fangelsismálastjóri segist vera sammála því sem fram kemur í skýrslunni og þeim athugasemdum sem þar eru gerðar. Nefnir hann í því samhengi það sem betur mætti fara er varðar geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði fyrir fanga.Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum.Fréttablaðið/Anton Brink„Það eru atriði í skýrslunni sem þarf að bregðast við og til þess þurfa stjórnvöld í heild að bregðast við,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið hafi þegar brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar hafi verið í fyrri skýrslum, að því leiti sem stofnanirnar gátu gert einhliða. Til að mynda hafi gluggalaus fangaklefi verið tekinn úr notkun og búið sé að loka þeim fangelsum þar sem aðbúnaður var óviðunandi. „Mér heyrist á öllum að það sé ríkur vilji til þess að bregðast við þessum athugasemdum,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent