Mál zúista gegn ríkinu vegna sóknargjalda tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 10:44 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“. Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Sjá meira
Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“.
Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Sjá meira
Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00