Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:00 Dómarinn hefur verið ávítaður af áfrýjunardómstól. Vísir/Getty Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Bandaríkin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi.
Bandaríkin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira