Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:16 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26