Spurt um stórleikinn Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2019 14:30 Leikmann Vals og Breiðabliks fagna. Samsett mynd Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira