Real Madrid vill að Gareth Bale verði hluti af kaupunum á Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:30 Gareth Bale og Paul Pogba. Mynd/Samsett/Getty Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira