Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 10:53 Alexandria Ocasio-Cortez var ein þeirra þingmanna sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær. AP/Briana Sanchez/El Paso Times Rannsókn stendur nú yfir á leynilegum Facebook-hópi þar sem bandarískir landamæraverðir deildu rasísku efni um förufólk og hvöttu til ofbeldis gegn þingkonu af rómönskum ættum. Sumir þeirra hentu gaman að dauða förufólks á landamærunum að Mexíkó. Um 9.500 manns voru í Facebook-hópnum, bæði núverandi og fyrrverandi landamæraverðir. Hann nefnist „Ég er 10-15“ [e. I‘m 10-15] en það er vísun í kóða landamæraeftirlitsins um innflytjendur í haldi. Forstjóri bandaríska landamæraeftirlitsins segir færslur sem þar birtust og vefsíðan ProPublica komst yfir séu algerlega óviðeigandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Starfsmenn sem hafi brotið gegn reglum stofnunarinnar verði dregnir til ábyrgðar. Í hópnum gerðu sumir landamæravarðanna lítið úr dauða sextán ára gamals innflytjanda frá Gvatemala sem lést í haldi í landamærastöð í Weslaco í Texas í maí. Sumir gerðu grín að dauða unglingsins. Þá fór félagar í hópnum ófögrum orðum um tvær þingkonur Demókrataflokksins sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær þar sem hundruð barna var haldið við illan aðbúnað. Þær Alexandria Ocasio-Cortez og Veronica Escobar eru báðar af rómansk-amerískum ættum. Þannig hvatti einn landamæravörður til þess að félagar hans hentu „burrito í þessar tíkur“ þegar þingkonurnar heimsæktu landamærastöðina. Annar, sem ProPublica segir virðist vera yfirmann innan landamæraeftirlitsins, skrifaði „Fari þessar hórur fjandans til“ við frétt um heimsókn þingkvennanna. Ocasio-Cortez varð fyrir sérstöku níði í Facebook-hópnum. Þar var meðal annars deilt myndum sem höfðu verið unnar af henni til að láta líta út fyrir að hún væri að veita innflytjanda munnmök í landamærastöð. Á annarri mynd var Donald Trump Bandaríkjaforseti látinn líta út fyrir að þvinga þingkonuna til að hafa við sig munnmök. „Það er rétt, tíkur. Fjöldinn hefur talað og í dag vann lýðræðið,“ skrifaði landamæravörðurinn sem birti myndina af Trump og Ocasio-Cortez.Veronica Escobar var önnur þingkvennanna sem landamæraverðir virðast hafa sérstaka andúð á. Andstæðingar förufólks gerðu hróp að þingmönnum þegar þeir ræddu við fréttamenn eftir heimsókn sína í gær.AP/Briana Sanchez/El Paso TimesSegir landamæraverði hafa sagt konum að drekka úr klósettinu Ocasio-Cortez og fleiri þingmenn hafa verið gagnrýnir á framferði bandarískra landamæravarða, ekki síst eftir fréttir bárust af því að börn í haldi þeirra hafi hvorki fengið sápu né tannbursta, nægilega mikið að borða og þau látin sofa á gólfinu, í sumum tilfellum vikum saman. Þá fundu bandarísk yfirvöld nýlega fjölda hatursfullra skilaboða sem landamæraverðir sendu sín á milli í síma eins þeirra sem var ákærður fyrir að keyra niður innflytjanda frá Gvatemala á pallbíl sínum í fyrra. Í skilaboðunum lýstu landamæraverðirnir förufólki meðal annars sem „villtum skíthælum“ og „óæðri manneskjum“. Þá varð þeim tíðrætt um að brenna förufólkið. Eftir heimsókn sína í landamærastöðina í Texas sagði Ocasio-Cortez að það væru ekki aðeins börn sem byggju við illan aðbúnað heldur förufólkið almennt. Hún hefði orðið vitni að því að verðir segðu konum í haldi að drekka úr klósettunum því ekkert annað rennandi vatn var í klefum þeirra. „Ég skil hvers vegna CBP-starfsmennirnir voru svona líkamlega og kynferðislega ógnandi við mig,“ tísti þingkonan eftir heimsóknina og eftir að ljóstrað var upp um Facebook-færslu landamæravarðanna.Just left the 1st CBP facility.I see why CBP officers were being so physically &sexually threatening towards me.Officers were keeping women in cells w/ no water & had told them to drink out of the toilets.This was them on their GOOD behavior in front of members of Congress.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) July 1, 2019 Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Rannsókn stendur nú yfir á leynilegum Facebook-hópi þar sem bandarískir landamæraverðir deildu rasísku efni um förufólk og hvöttu til ofbeldis gegn þingkonu af rómönskum ættum. Sumir þeirra hentu gaman að dauða förufólks á landamærunum að Mexíkó. Um 9.500 manns voru í Facebook-hópnum, bæði núverandi og fyrrverandi landamæraverðir. Hann nefnist „Ég er 10-15“ [e. I‘m 10-15] en það er vísun í kóða landamæraeftirlitsins um innflytjendur í haldi. Forstjóri bandaríska landamæraeftirlitsins segir færslur sem þar birtust og vefsíðan ProPublica komst yfir séu algerlega óviðeigandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Starfsmenn sem hafi brotið gegn reglum stofnunarinnar verði dregnir til ábyrgðar. Í hópnum gerðu sumir landamæravarðanna lítið úr dauða sextán ára gamals innflytjanda frá Gvatemala sem lést í haldi í landamærastöð í Weslaco í Texas í maí. Sumir gerðu grín að dauða unglingsins. Þá fór félagar í hópnum ófögrum orðum um tvær þingkonur Demókrataflokksins sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær þar sem hundruð barna var haldið við illan aðbúnað. Þær Alexandria Ocasio-Cortez og Veronica Escobar eru báðar af rómansk-amerískum ættum. Þannig hvatti einn landamæravörður til þess að félagar hans hentu „burrito í þessar tíkur“ þegar þingkonurnar heimsæktu landamærastöðina. Annar, sem ProPublica segir virðist vera yfirmann innan landamæraeftirlitsins, skrifaði „Fari þessar hórur fjandans til“ við frétt um heimsókn þingkvennanna. Ocasio-Cortez varð fyrir sérstöku níði í Facebook-hópnum. Þar var meðal annars deilt myndum sem höfðu verið unnar af henni til að láta líta út fyrir að hún væri að veita innflytjanda munnmök í landamærastöð. Á annarri mynd var Donald Trump Bandaríkjaforseti látinn líta út fyrir að þvinga þingkonuna til að hafa við sig munnmök. „Það er rétt, tíkur. Fjöldinn hefur talað og í dag vann lýðræðið,“ skrifaði landamæravörðurinn sem birti myndina af Trump og Ocasio-Cortez.Veronica Escobar var önnur þingkvennanna sem landamæraverðir virðast hafa sérstaka andúð á. Andstæðingar förufólks gerðu hróp að þingmönnum þegar þeir ræddu við fréttamenn eftir heimsókn sína í gær.AP/Briana Sanchez/El Paso TimesSegir landamæraverði hafa sagt konum að drekka úr klósettinu Ocasio-Cortez og fleiri þingmenn hafa verið gagnrýnir á framferði bandarískra landamæravarða, ekki síst eftir fréttir bárust af því að börn í haldi þeirra hafi hvorki fengið sápu né tannbursta, nægilega mikið að borða og þau látin sofa á gólfinu, í sumum tilfellum vikum saman. Þá fundu bandarísk yfirvöld nýlega fjölda hatursfullra skilaboða sem landamæraverðir sendu sín á milli í síma eins þeirra sem var ákærður fyrir að keyra niður innflytjanda frá Gvatemala á pallbíl sínum í fyrra. Í skilaboðunum lýstu landamæraverðirnir förufólki meðal annars sem „villtum skíthælum“ og „óæðri manneskjum“. Þá varð þeim tíðrætt um að brenna förufólkið. Eftir heimsókn sína í landamærastöðina í Texas sagði Ocasio-Cortez að það væru ekki aðeins börn sem byggju við illan aðbúnað heldur förufólkið almennt. Hún hefði orðið vitni að því að verðir segðu konum í haldi að drekka úr klósettunum því ekkert annað rennandi vatn var í klefum þeirra. „Ég skil hvers vegna CBP-starfsmennirnir voru svona líkamlega og kynferðislega ógnandi við mig,“ tísti þingkonan eftir heimsóknina og eftir að ljóstrað var upp um Facebook-færslu landamæravarðanna.Just left the 1st CBP facility.I see why CBP officers were being so physically &sexually threatening towards me.Officers were keeping women in cells w/ no water & had told them to drink out of the toilets.This was them on their GOOD behavior in front of members of Congress.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) July 1, 2019
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19
Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00
Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50