Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 12:18 Hópur slökkviliðsmanna sem hefur glímt við Skóflulækjarkjarreldana nærri Fairbanks. AP/Eric Engman Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17