Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í bikarúrslit í þriðja sinn | Sjáðu markið Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. júlí 2019 21:45 Hólmfríður Magnúsdóttir er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar. vísir/bára Selfoss tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. Leikurinn fór fram á Würth-vellinum og lauk með sigri gestanna, 1-0. Fylkir byrjaði betur í leiknum og voru grimmar í byrjun. Fyrsta skotið lét bíða eftir sér en það kom á 12.mínútu leiksins þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir átti fínan skalla á markið en Kelsey Wys í marki Selfoss var vel á verði. Stuttu síðar átti Selfoss sitt fyrsta færi þegar Hólmfríður Magnúsdóttir besti maður vallarins átti skalla rétt framhjá markinu eftir góða hornspyrnu frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Liðin skiptust á færum út hálfleikinn en inn vildi boltinn ekki. Staðan í hálfleik 0-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Það var mikill hasar í byrjun síðari hálfleiks og liðin skiptust á færum en eftir um 55 til 60 mínútur tóku gestirnir völdin á vellinum. Þær þjörmuðu vel að Fylkisliðinu og það batt árangur á 76.mínútu þegar Grace Rapp skoraði eftir flotta sókn. Anna María Friðgeirsdóttir átti þá flottan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Grace kom á ferðinni og skoraði með góðu skoti í hornið nær! Óverjandi fyrir Cecilíu í marki Fylkis! Fylkir reyndi eins og það gat að koma sér betur inn í leikinn eftir markið og reyndi að þjarma að gestunum en það vantaði því miður upp á sóknarleikinn í kvöld og þær náðu ekki að gera nóg til að uppskera mark! Lokatölur 0-1 fyrir gestina og Selfoss því komið í úrslitin.Af hverju vann Selfoss?Þær voru ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik voru þær töluvert sterkari og áttu mörg hættuleg færi. Það var einungis tímaspursmál hvenær þær myndu skora og það kom loksins. Eftir það var þetta aldrei spurning.Hverjar stóðu upp úr?Hjá gestunum var Hólmfríður Magnúsdóttir best. Hún var hættuleg í hvert sinn sem hún fékk boltann og hún átti líklega að skora í kvöld. Hún fékk allavega færin til þess. Anna María Friðgeirsdóttir átti einnig mjög góðan leik en horn- og aukaspyrnur hennar sköpuðu alltaf usla. Hjá Fylki var Cecilía góð í markinu og einnig var fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir öflug í vörninni. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Fylkis var ekki nógu beittur í kvöld. Þær fengu nokkur góð færi í fyrri hálfleik en vantaði eitthvað til að binda endahnútinn á þau færi. Hvað gerist næst?Bikardraumur Fylkis er lokið en þær þurfa nú að einbeita sér að fallbaráttunni í deildinni en þær eru í vandræðum þar og sitja í fallsæti. Selfoss er á mikilli siglingu og situr í 4.sæti í deildinni og eru komnar í bikarúrslit eftir sigurinn í kvöld.Kjartan vildi sjá sitt lið gera betur í sóknarleiknum.vísir/báraKjartan: Vantar herslumuninnKjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna stelpna gegn Selfossi í kvöld, 1-0. Tapið þýðir að bikardraumur Fylkis er á enda. Honum fannst vanta upp á sóknarleikinn í kvöld. „Ég á nú eftir að taka þetta allt saman en mér fannst sóknarleikurinn helst ekki nógu beittur. Kláruðum þá kosti sem við höfðum í góðum stöðum ekki nógu vel.“ Hann tekur samt sem áður margt jákvætt út úr leiknum í kvöld en liðið hefur verið að ströggla í deildinni upp á síðkastið. „Það var margt ágætt hjá okkur í dag og við vildum þetta sem sást inn á vellinum en á síðasta þriðjungi þá vantaði bara meiri gæði,“ sagði Kjartan. „Við vitum alveg að við getum spilað fótbolta en það vantar svolítið bara herslumuninn. Þetta var orðið svolítið mikið kick and run hérna í seinni hálfleik og kannski þurfum við að gera meira af því í framhaldinu.“ Liðið er í vandræðum í deildinni og eru neðstar eins og staðan er í dag. Kjartan var sammála því að með svona spilamennsku ætti liðið að geta haldið sér uppi. „Ég vona að svona frammistöður geti haldið okkur í deildinni. Við þurfum bara að bæta í og reyna byggja ofan á þessu. Það var allavega vilji í dag og stelpurnar eru svekktar eftir leik.“ Kjartan sagði að lokum hann væri að vinna að því að styrkja leikmannahópinn en hann vildi ekki gefa upp nein nöfn að svo stöddu.Alfreð var sáttur með spilamennsku Selfoss í seinni hálfleik.vísir/báraAlfreð: Heimta sama stuðning á þriðjudaginnAlfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkuna. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu. Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. Leikurinn fór fram á Würth-vellinum og lauk með sigri gestanna, 1-0. Fylkir byrjaði betur í leiknum og voru grimmar í byrjun. Fyrsta skotið lét bíða eftir sér en það kom á 12.mínútu leiksins þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir átti fínan skalla á markið en Kelsey Wys í marki Selfoss var vel á verði. Stuttu síðar átti Selfoss sitt fyrsta færi þegar Hólmfríður Magnúsdóttir besti maður vallarins átti skalla rétt framhjá markinu eftir góða hornspyrnu frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Liðin skiptust á færum út hálfleikinn en inn vildi boltinn ekki. Staðan í hálfleik 0-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Það var mikill hasar í byrjun síðari hálfleiks og liðin skiptust á færum en eftir um 55 til 60 mínútur tóku gestirnir völdin á vellinum. Þær þjörmuðu vel að Fylkisliðinu og það batt árangur á 76.mínútu þegar Grace Rapp skoraði eftir flotta sókn. Anna María Friðgeirsdóttir átti þá flottan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Grace kom á ferðinni og skoraði með góðu skoti í hornið nær! Óverjandi fyrir Cecilíu í marki Fylkis! Fylkir reyndi eins og það gat að koma sér betur inn í leikinn eftir markið og reyndi að þjarma að gestunum en það vantaði því miður upp á sóknarleikinn í kvöld og þær náðu ekki að gera nóg til að uppskera mark! Lokatölur 0-1 fyrir gestina og Selfoss því komið í úrslitin.Af hverju vann Selfoss?Þær voru ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik voru þær töluvert sterkari og áttu mörg hættuleg færi. Það var einungis tímaspursmál hvenær þær myndu skora og það kom loksins. Eftir það var þetta aldrei spurning.Hverjar stóðu upp úr?Hjá gestunum var Hólmfríður Magnúsdóttir best. Hún var hættuleg í hvert sinn sem hún fékk boltann og hún átti líklega að skora í kvöld. Hún fékk allavega færin til þess. Anna María Friðgeirsdóttir átti einnig mjög góðan leik en horn- og aukaspyrnur hennar sköpuðu alltaf usla. Hjá Fylki var Cecilía góð í markinu og einnig var fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir öflug í vörninni. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Fylkis var ekki nógu beittur í kvöld. Þær fengu nokkur góð færi í fyrri hálfleik en vantaði eitthvað til að binda endahnútinn á þau færi. Hvað gerist næst?Bikardraumur Fylkis er lokið en þær þurfa nú að einbeita sér að fallbaráttunni í deildinni en þær eru í vandræðum þar og sitja í fallsæti. Selfoss er á mikilli siglingu og situr í 4.sæti í deildinni og eru komnar í bikarúrslit eftir sigurinn í kvöld.Kjartan vildi sjá sitt lið gera betur í sóknarleiknum.vísir/báraKjartan: Vantar herslumuninnKjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna stelpna gegn Selfossi í kvöld, 1-0. Tapið þýðir að bikardraumur Fylkis er á enda. Honum fannst vanta upp á sóknarleikinn í kvöld. „Ég á nú eftir að taka þetta allt saman en mér fannst sóknarleikurinn helst ekki nógu beittur. Kláruðum þá kosti sem við höfðum í góðum stöðum ekki nógu vel.“ Hann tekur samt sem áður margt jákvætt út úr leiknum í kvöld en liðið hefur verið að ströggla í deildinni upp á síðkastið. „Það var margt ágætt hjá okkur í dag og við vildum þetta sem sást inn á vellinum en á síðasta þriðjungi þá vantaði bara meiri gæði,“ sagði Kjartan. „Við vitum alveg að við getum spilað fótbolta en það vantar svolítið bara herslumuninn. Þetta var orðið svolítið mikið kick and run hérna í seinni hálfleik og kannski þurfum við að gera meira af því í framhaldinu.“ Liðið er í vandræðum í deildinni og eru neðstar eins og staðan er í dag. Kjartan var sammála því að með svona spilamennsku ætti liðið að geta haldið sér uppi. „Ég vona að svona frammistöður geti haldið okkur í deildinni. Við þurfum bara að bæta í og reyna byggja ofan á þessu. Það var allavega vilji í dag og stelpurnar eru svekktar eftir leik.“ Kjartan sagði að lokum hann væri að vinna að því að styrkja leikmannahópinn en hann vildi ekki gefa upp nein nöfn að svo stöddu.Alfreð var sáttur með spilamennsku Selfoss í seinni hálfleik.vísir/báraAlfreð: Heimta sama stuðning á þriðjudaginnAlfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkuna. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti