Sex ára stelpa dó eftir misheppnað golfhögg föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:00 Mynd frá golfvelli. Getty/Brendan Mora Hryllilegt slys varð á golfvelli í Bandaríkjunum í vikunni sem sýnir hversu varlega þarf að fara í kringum kylfinga og golfvelli. Sex ára stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir golfkúlu á Sleepy Ridge vellinum. Golfkúlan lenti á henni eftir misheppnað upphafshögg föður hennar. Atburðurinn gerðist í Utah-fylki. Stelpan sat í golfkerru á meðan faðir hennar sló aðeins sex metrum frá. Höggið misheppnaðist algjörlega og kúlan endaði í hálsi stelpunnar með skelfilegum afleiðingum. Neyðarlína fékk símtal í kringum 10.25 og stúlkan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu. Seinna var flogið með hana á barnaspítala í Salt Lake City. Það tókst ekki að bjarga lífi hennar þar og hún lést um kvöldið.The 6-year-old girl was sitting in a golf cart when she was struck with an errant tee shot by her father from about 20 feet away. https://t.co/X26AGlWUEQ — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 17, 2019 Steven Marett, yfirgolfkennari á Sleepy Ridge vellinum, sagði í vðtali við KSL að hann hefði séð fólk verða fyrir golfkúlum áður en þetta er í fyrsta sinn sem það verður svona alvarlegt slys á golfvellinum. „Þetta er algjörlega óhugsandi og þetta er hryllilegt fyrir alla hér á golfvellinum sem og í samfélaginu,“ sagði Steven Marett. „Þetta er rosalega sorglegur atburður og ég get ekki ímyndað mér hvað faðir hennar er að ganga í gegnum um,“ sagði Marett. Bandaríkin Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hryllilegt slys varð á golfvelli í Bandaríkjunum í vikunni sem sýnir hversu varlega þarf að fara í kringum kylfinga og golfvelli. Sex ára stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir golfkúlu á Sleepy Ridge vellinum. Golfkúlan lenti á henni eftir misheppnað upphafshögg föður hennar. Atburðurinn gerðist í Utah-fylki. Stelpan sat í golfkerru á meðan faðir hennar sló aðeins sex metrum frá. Höggið misheppnaðist algjörlega og kúlan endaði í hálsi stelpunnar með skelfilegum afleiðingum. Neyðarlína fékk símtal í kringum 10.25 og stúlkan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu. Seinna var flogið með hana á barnaspítala í Salt Lake City. Það tókst ekki að bjarga lífi hennar þar og hún lést um kvöldið.The 6-year-old girl was sitting in a golf cart when she was struck with an errant tee shot by her father from about 20 feet away. https://t.co/X26AGlWUEQ — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 17, 2019 Steven Marett, yfirgolfkennari á Sleepy Ridge vellinum, sagði í vðtali við KSL að hann hefði séð fólk verða fyrir golfkúlum áður en þetta er í fyrsta sinn sem það verður svona alvarlegt slys á golfvellinum. „Þetta er algjörlega óhugsandi og þetta er hryllilegt fyrir alla hér á golfvellinum sem og í samfélaginu,“ sagði Steven Marett. „Þetta er rosalega sorglegur atburður og ég get ekki ímyndað mér hvað faðir hennar er að ganga í gegnum um,“ sagði Marett.
Bandaríkin Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira