Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:45 Þorspbúar í Assam-ríki á Indlandi róa í leit að skjóli. Vísir/EPA Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Bangladess Indland Nepal Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.
Bangladess Indland Nepal Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira