Lögregla þurfti ekki að vera viðstödd þegar foreldrum var sýnd upptaka af barninu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 11:51 Persónuvernd segir merkingar í íþróttamiðstöðinni ekki hafa samræmst lögum. Fréttablaðið/Vilhelm - Getty/hallojulie Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum. Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum.
Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06
Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent