Jákvæðni, bjartsýni og dugnaður skiptir miklu Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 08:00 Halla Bergþóra og eiginmaðurinn Kjartan. Fréttablaðið/valli Náttúrubarnið, laxveiðikonan og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, er fimmtug á morgun. Halla Bergþóra er fædd 16. júlí 1969 á Húsavík. Hún á sterkar rætur á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu. „Foreldrar mínir Björn Gunnar Jónsson og Kristjóna bjuggu þar og móðir býr enn, en faðir minn lést 1997,“ segir Halla. Faðir hennar var bóndi og móðir hennar heimavinnandi ásamt því að sinna hlutastörfum á Húsavík. Laxamýri var félagsbú tveggja bræðra og sá faðir Höllu um kúabú og bróðir hans um kindur. „Ég var því mikið í fjósi sem barn og unglingur og hef því mjög gaman af kúm. Það að alast upp á Laxamýri voru forréttindi. Ég upplifði mikið frelsi sem barn og nánd við náttúru. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið í gegnum lífið,“ segir hún. „Mér finnst jákvæðni og bjartsýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk.“ Halla sótti nám í Hafralækjarskóla, en lauk grunnskóla á Húsavík 15 ára gömul. „Ég var þar um veturinn hjá vinafólki og kom heim um helgar til að hjálpa pabba í fjósinu,“ segir Halla. Hún fór síðan til Reykjavíkur 16 ára í Menntaskólann við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1989. Þá tók hún árs leyfi og vann á Alþýðublaðinu og Pressunni. Hún lauk síðan kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr.Fyrsta lögreglukonan í Þingeyjarsýslum „Ég vann við sveitastörf alla æsku og hjálpaði alltaf til heima með fram námi og annarri vinnu. Á sumrin vann ég í kjötvinnslu á Húsavík og á sjúkrahúsinu. Seinna, með námi í lagadeild, starfaði ég sem afleysingamaður hjá lögreglunni. Ég varð fyrsta konan í Þingeyjarsýslum til að starfa sem lögreglumaður og hef æ síðan haft mikinn áhuga málefnum tengdum löggæslu og saksókn,“ segi Halla. Eftir útskrift starfaði hún hjá sýslumannsembættum bæði í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmsa málaflokka. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og síðan lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í ársbyrjun 2015. Kynntust í Kverkfjöllum Eiginmaður Höllu, Kjartan Jónsson er frá Húsavík. Hann er rafmagnsiðnfræðingur og vinnur hjá Verkís. „Við erum bæði að norðan en kynntumst fyrst í Kverkfjöllum og leiðir okkar lágu saman nokkrum árum síðar. Saman eigum við tvö börn. Jón, sem er að verða 16 ára, og Jónu Birnu, 13 ára.“ Áhugamál Höllu eru flest tengd útivist. Þar eru gönguferðir með eiginmanninum og fjölskyldu ómissandi. Hundurinn Brúnó Rex er sjaldan fjarri. „Ég hef gaman af því að veiða lax og silung og veiði nær eingöngu í Laxá í Aðaldal fyrir Laxamýrarlandi,“ segir Halla. „Mér finnst svo nærandi að veiða. Hlusta á nið árinnar, lykta af gróðrinum, fylgjast með fuglalífi, og sjá hvernig áin breytist við mismunandi veðurskilyrði. Og svo er það spennan við að veiða lax. Ég hef fengið náttúruna beint í æð. Með aldrinum verður náttúruvernd mér æ mikilvægari.“ Halla er alæta á bækur. Þegar hún var yngri las hún allar bækur sem til voru á Laxamýri, allt frá rómantík til ævisagna. „Nú hef ég ekki eins mikinn tíma en er samt oftast með tvær til þrjár bækur á náttborðinu,“ segi hún. Aðspurð segir Halla að aldurinn leggst mjög vel í sig. „Ég er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ að eldast. Maður hugsar aðeins til baka á svona tímamótum og sér hvað tíminn er ótrúlega afstæður. Mér finnst tíminn líða mjög hratt og velti því fyrir mér hvort sú tilfinning eigi enn eftir að aukast. Þá verða bara alltaf jól – sem er í sjálfu sér ekki slæmt,“ segir hún hlæjandi.En hvað á gera í tilefni afmælisins? „Ég býð starfsfélögunum upp á afmæliskaffi í vinnunni á morgun. Eftir vinnu fer ég á Laxamýri með fjölskylduna að hitta móður mína, bróður minn og hans fjölskyldu. Finnst líklegt að við borðum eitthvað gott saman og eigum góðan tíma. Svo stefni ég á að halda einhverja gleði um næstu helgi fyrir vini,“ segir Halla Bergþóra. Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Náttúrubarnið, laxveiðikonan og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, er fimmtug á morgun. Halla Bergþóra er fædd 16. júlí 1969 á Húsavík. Hún á sterkar rætur á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu. „Foreldrar mínir Björn Gunnar Jónsson og Kristjóna bjuggu þar og móðir býr enn, en faðir minn lést 1997,“ segir Halla. Faðir hennar var bóndi og móðir hennar heimavinnandi ásamt því að sinna hlutastörfum á Húsavík. Laxamýri var félagsbú tveggja bræðra og sá faðir Höllu um kúabú og bróðir hans um kindur. „Ég var því mikið í fjósi sem barn og unglingur og hef því mjög gaman af kúm. Það að alast upp á Laxamýri voru forréttindi. Ég upplifði mikið frelsi sem barn og nánd við náttúru. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið í gegnum lífið,“ segir hún. „Mér finnst jákvæðni og bjartsýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk.“ Halla sótti nám í Hafralækjarskóla, en lauk grunnskóla á Húsavík 15 ára gömul. „Ég var þar um veturinn hjá vinafólki og kom heim um helgar til að hjálpa pabba í fjósinu,“ segir Halla. Hún fór síðan til Reykjavíkur 16 ára í Menntaskólann við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1989. Þá tók hún árs leyfi og vann á Alþýðublaðinu og Pressunni. Hún lauk síðan kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr.Fyrsta lögreglukonan í Þingeyjarsýslum „Ég vann við sveitastörf alla æsku og hjálpaði alltaf til heima með fram námi og annarri vinnu. Á sumrin vann ég í kjötvinnslu á Húsavík og á sjúkrahúsinu. Seinna, með námi í lagadeild, starfaði ég sem afleysingamaður hjá lögreglunni. Ég varð fyrsta konan í Þingeyjarsýslum til að starfa sem lögreglumaður og hef æ síðan haft mikinn áhuga málefnum tengdum löggæslu og saksókn,“ segi Halla. Eftir útskrift starfaði hún hjá sýslumannsembættum bæði í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmsa málaflokka. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og síðan lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í ársbyrjun 2015. Kynntust í Kverkfjöllum Eiginmaður Höllu, Kjartan Jónsson er frá Húsavík. Hann er rafmagnsiðnfræðingur og vinnur hjá Verkís. „Við erum bæði að norðan en kynntumst fyrst í Kverkfjöllum og leiðir okkar lágu saman nokkrum árum síðar. Saman eigum við tvö börn. Jón, sem er að verða 16 ára, og Jónu Birnu, 13 ára.“ Áhugamál Höllu eru flest tengd útivist. Þar eru gönguferðir með eiginmanninum og fjölskyldu ómissandi. Hundurinn Brúnó Rex er sjaldan fjarri. „Ég hef gaman af því að veiða lax og silung og veiði nær eingöngu í Laxá í Aðaldal fyrir Laxamýrarlandi,“ segir Halla. „Mér finnst svo nærandi að veiða. Hlusta á nið árinnar, lykta af gróðrinum, fylgjast með fuglalífi, og sjá hvernig áin breytist við mismunandi veðurskilyrði. Og svo er það spennan við að veiða lax. Ég hef fengið náttúruna beint í æð. Með aldrinum verður náttúruvernd mér æ mikilvægari.“ Halla er alæta á bækur. Þegar hún var yngri las hún allar bækur sem til voru á Laxamýri, allt frá rómantík til ævisagna. „Nú hef ég ekki eins mikinn tíma en er samt oftast með tvær til þrjár bækur á náttborðinu,“ segi hún. Aðspurð segir Halla að aldurinn leggst mjög vel í sig. „Ég er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ að eldast. Maður hugsar aðeins til baka á svona tímamótum og sér hvað tíminn er ótrúlega afstæður. Mér finnst tíminn líða mjög hratt og velti því fyrir mér hvort sú tilfinning eigi enn eftir að aukast. Þá verða bara alltaf jól – sem er í sjálfu sér ekki slæmt,“ segir hún hlæjandi.En hvað á gera í tilefni afmælisins? „Ég býð starfsfélögunum upp á afmæliskaffi í vinnunni á morgun. Eftir vinnu fer ég á Laxamýri með fjölskylduna að hitta móður mína, bróður minn og hans fjölskyldu. Finnst líklegt að við borðum eitthvað gott saman og eigum góðan tíma. Svo stefni ég á að halda einhverja gleði um næstu helgi fyrir vini,“ segir Halla Bergþóra.
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira