Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 18:45 Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Akureyri Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi.
Akureyri Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira