Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var borinn út af á börum í leik Malmö og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Á lokamínútum fyrri hálfleiks í leiknum fór Haris Radetinac of seint í tæklingu á Arnór Ingva og fór með takkana í sköflunginn á Íslendingnum með þeim afleiðingum að Arnór þurfti að hætta leik.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Guillermo Molins kom Malmö yfir á 58. mínútu og Jesper Karlström jafnaði fyrir Djurgården ellefu mínútum sienna.
Malmö er á toppi sænsku deildarinnar með 35 stig, Djurgården er í þriðja sæti með 29 stig.
Myndband af tæklingu Radetinac á Arnór Ingva má sjá hér á vef Fotbollskanalen.
