Helgi okkar allra Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Helgi Hafnar hefur verið fastagestur á Prikinu í um það bil fimmtíu ár. Fréttablaðið/Anton Brink Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira