Tónlist

Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Geigen-neminn Pétur mundar fiðluna í teknó-ham.
Geigen-neminn Pétur mundar fiðluna í teknó-ham. Thoracius Appetite
Tónsmiðurinn Pétur Eggertsson hefur komið víða við á tónlistarrófinu, allt frá pönki til tilraunakenndrar gjörningatónlistar.

Pétur myndar t.a.m. rokksveitina Skelk í bringu ásamt Sigga sax og Steinunni Eldflaug, og var meðlimur í tilraunapoppsveitinni Just Another Snake Cult.

Um þessar mundir stundar hann meistaranám í tónsmíðum í Kaliforníu, en hann er útskrifaður með bakkalárgráðu úr slíku námi úr Listaháskóla Íslands.

Tilraunakenndi teknó-fiðludúettinn Geigen, sem Pétur skipar ásamt Gígju Jónsdóttur, mun fremja gjörning á unglistahátíðinni Lunga næstkomandi þriðjudag.

„Ég ákvað að gera road trip playlista því ég er að fara að keyra austur,“ segir Pétur um listann og vísar til yfirvofandi bílferðar til Seyðisfjarðar þar sem Lunga hátíðin er haldin. 

„Þessi dugar allan hringinn,“ bætir hann við og lýgur ekki, að aka hringinn ætti að taka u.þ.b. 15 klukkustundir á löglegum hámarkshraða. Það er meira að segja óþarfi að spæna því listinn er um 20 klukkustunda langur og er þar að auki álíka aflíðandi og þjóðvegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×