Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30
Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25