Taylor Swift tekjuhæsta stjarnan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2019 10:13 Taylor Swift á fyrir salti í grautinn. Emma McIntyre/Getty Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér. Hollywood Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér.
Hollywood Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira