Ýkja til að sjást á sviðinu Sólrún Freyja Sen skrifar 11. júlí 2019 07:30 Katla er þekkt fyrir að vera með mikla og áberandi förðun. FRÉTTABLAÐIÐ/Valli Draglistin á sér lengri rætur í sögunni heldur en margir gera sér grein fyrir. Katla Einarsdóttir förðunarmeistari hefur starfað með draglistamönnum á Íslandi síðastliðin 25 ár. Katla segist hafa lesið í ýmsum bókum um drag að dragið komi frá þeim tíma sem Shakespeare var uppi, en þá máttu konur ekki stíga á svið og því voru karlar látnir leika kvenhlutverk. „Þaðan kemur skammstöfunin, „dressed as a girl“ eða drag. Drag er í grunnninn leiklistarform,“ segir Katla.Tískan hermir eftir dragi Það er ekki að ástæðulausu sem draglistafólk er oftast með ýkta förðun. Á sviðinu eru sterk ljós notuð og það þarf að gæta að því að áhorfendur á aftasta bekk sjái eitthvað. Andlit og svipbrigði sýningarfólks geta týnst ef förðunin er ekki nógu ýkt, hvort sem um er að ræða dragsýningar eða ekki.Dragdrottningar eru oft með nokkur gerviaugnhár í einu.Draglistafólk hefur haft margbreytileg áhrif á tískustrauma. Katla segir að oft taki draglistafólk tískufyrirbrigði eða gamla leikhústækni í förðun og ýki hana. „Svo er tískubransinn að horfa á dragið og herma eftir því. Þannig að þetta er eiginlega hringrás.“ Það má segja að draglistafólk hafi óbeint komið því í tísku að skyggja andlitið, eftir að Kardashian-konurnar fóru að sjást á miðlum með slíka förðun. Margir förðunarfræðingar eru ósammála um ágæti þess að skyggja andlitið í daglegri förðun, enda kemur sú tækni úr dragheiminum og þessi förðunartækni er mjög ýkt til að virka á sviði. „Ég skil það alveg og er sammála, verandi förðunarmeistari sjálf.“ Veita förðunarfræðingum Kardashian-systra innblástur Kötlu finnst spennandi að heyra hvað stór nöfn í förðunarlistinni segja um þessa tækni og bera saman hvað poppkúltúr förðunarfræðingum finnst. „Það eru þeir sem eru með Instagram- eða YouTube- síður og eru að farða raunveruleikastjörnur. Þeir eru eiginlega jafn frægir og stjörnurnar sjálfar og nota þessa tækni mikið.“ Ástæðan fyrir því að þessi tækni er svona vinsæl meðal förðunarfræðinga raunveruleikastjarna er sú að stjörnurnar eru eltar af hágæðamyndavélum daginn inn og út. Förðunarfræðingar Kardashian-kvenfólksins eru fullmeðvitaðir um að skyggingin kemur úr draglistinni að sögn Kötlu. „Þær þurfa svona mikla förðun til að virka eðlilegri í mynd. Við hin labbandi út í búð eða farandi í Kringluna þurfum ekki jafn þykkt og mikið lag af farða.“ Þó getur fólk notað þessa tækni dagsdaglega, en ekki með jafn ýktum hætti. „Förðunarfræðingar í tískubransanum nota þessa tækni líka en ekki í eins ýktum stíl.“ Ef allir væru með fimm lög af förðun dagsdaglega þá litu allir út eins og dragdrottningar. „Það þarf að finna meðalveginn.“ Tilgangurinn með daglegri förðun er kannski ekki að fólk taki bara eftir hvað förðunin er flott heldur hvað maður sjálfur er flottur. Sjálf notar Katla ekki fimm lög af farða á venjulegum degi. „Ég skal alveg vera með fullt af áberandi förðun, ég er alveg þekkt fyrir það. En ég er ekki með þykkt og mikið lag. Það er alltaf hægt að blanda förðuninni miklu betur þegar maður er ekki uppi á sviði með mörg hundruð þúsund megavött af ljósi framan í sér.“Í draglistinni má leggja áherslu á allt.Af hverju ekki að leika sér Katla segir að draglistafólk hafi sérstaklega haft áhrif á förðunina en líka hárgreiðslu og klæðnað sem er oft ekki síður í ýktum stíl. „Þú getur hreinsað förðunina af og litað yfir hárið, og af hverju ekki að leika sér með það.“ Sú óskrifaða regla að bara megi leggja áherslu á eitt atriði í einu þegar kemur að fatavali og förðun er líka að detta út með draginu, enda er oft lögð áhersla á öll atriðin meðal draglistafólks. „Fólk er farið að þora að leggja áherslu á fleiri hluti, vera með geðveikt hár, augu, munn og fullt af skarti. Fólk er farið að leika sér aðeins meira með hlutina.“ Tískan leitar í jaðarinn Það kemur Kötlu ekkert á óvart að dragið hafi áhrif á tísku. „Tískan leitar oft í jaðarinn,“ önnur dæmi en drag eru pönkið, diskóið og rappið. „Tískan leitar í það sem er á jaðrinum en er að stækka og verða vinsælt.“ Þó dragið sé að komast í almenna tískustrauma er það þó bara einn hluti draglistarinnar. „Það er dragið sem við sjáum í Rue Paul’s Drag Race. Margir innan draglistarinnar segja að dragdrottningarnar þar séu eiginlega bara sendar út á færibandi því þær eru margar svo svipaðar. Þær eru með svipað lúkk, fataefni og pælingar, en keppnin í sjónvarpsþáttunum er líka mjög fastmótuð og strangar reglur um í hverju þær mega keppa í og hvernig þær mega performa.“ Á móti því kemur hverfisdraglistin sem á svið á minni skala og meira listfrelsi. „Það er enn á jaðrinum og dragdrottningarnar þar eru ekkert endilega allar með fimm hárkollur og andlitsskyggðar í drasl.“ Dragsúgur hefur verið mest áberandi í dragsenunni á Íslandi með fjölbreyttum mánaðarlegum sýningum. Þar koma fram dragdrottningar, non binary listamenn og dragkóngar til dæmis. Katla segir að aðdáendahópur íslensku draglistamannanna sé að stækka og hún hefur fulla trú á að íslenska dragið verði enn vinsælla. Drag er dýrt Þegar Dragsúgur byrjaði að sýna var fyrst ekki áætlað að halda mánaðarlegar sýningar, en úr því að fyrsta sýningin gekk svo vel hafa sýningarnar haldið áfram. Sýningar Dragsúgs hafa selst upp flest öll kvöld og fólk í stórum hópum farið að kaupa miða í forsölu. „Það er mögnuð breyting á Íslandi. Það er auðvitað oft uppselt á stóra viðburði eins og jólatónleika eða þegar einhverjar erlendar stórstjörnur koma, en það að mánaðarleg sýning á Gauknum með draglistamönnum sé svona oft uppseld og geti selt nánast allt í forsölu er yndislegt.“Þökk sé vinsældum drags er fólk orðið djarfara í förðun og fatavali.Hér á landi eru draglistamenn enn að stíga fyrstu skrefin í tískumótuninni hjá sjálfum sér að sögn Kötlu. „Það er rosalega dýrt að vera í dragi og það er ekki vel borgað nema hjá örfáum.“ Þess vegna byrja margir draglistamenn á því sem er auðveldara og ódýrara. Þá hentar betur að vera með áberandi förðun og hár, en brjáluð föt koma seinna. Þó eru nokkrir draglistamenn byrjaðir að hafa áhrif á fatatísku hér á landi. Sumar dragdrottningarnar og dragkóngar sem eiga sterkan aðdáendahóp hafa verið með fatasölu nokkrum sinnum. Katla segir að þá hafi fullt af aðdáendum draglistafólksins mætt til geta klæðst þeirra fötum.Marc Jacobs elskar drag „Úti í hinum stóra heima hafa nokkrar dragdrottningar gengið tískupallana fyrir stóru nöfnin, og verið í herferðum sem dragdrottningar eða herraútgáfan af sjálfum sér. Það eru nokkrar dragdrottningar sem hafa komist það langt og virkilega gaman að því. Margir af aðalhönnuðunum í tískubransanum elska drag og eru alveg að fylgjast með því.“ Marc Jacobs hefur til dæmis verið duglegur við að nota dragdrottningar í herferðum sínum að sögn Kötlu. „Hann hefur líka nokkrum sinnum leyft dragdrottningum að mála sig og farið sjálfur í drag fyrir viðburði, YouTube, eða bara til að leika sér.“ Á þeim 25 árum sem Katla hefur unnið í dragi hefur hún séð vinsældir drags koma í bylgjum. Hún telur að þó það komi einhvern tímann niðursveifla eftir uppsveifluna sem er í gangi núna verði dragið alltaf til. Draglistin hefur fengið að lifa í langan tíma og virðist vera komin til að vera. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Draglistin á sér lengri rætur í sögunni heldur en margir gera sér grein fyrir. Katla Einarsdóttir förðunarmeistari hefur starfað með draglistamönnum á Íslandi síðastliðin 25 ár. Katla segist hafa lesið í ýmsum bókum um drag að dragið komi frá þeim tíma sem Shakespeare var uppi, en þá máttu konur ekki stíga á svið og því voru karlar látnir leika kvenhlutverk. „Þaðan kemur skammstöfunin, „dressed as a girl“ eða drag. Drag er í grunnninn leiklistarform,“ segir Katla.Tískan hermir eftir dragi Það er ekki að ástæðulausu sem draglistafólk er oftast með ýkta förðun. Á sviðinu eru sterk ljós notuð og það þarf að gæta að því að áhorfendur á aftasta bekk sjái eitthvað. Andlit og svipbrigði sýningarfólks geta týnst ef förðunin er ekki nógu ýkt, hvort sem um er að ræða dragsýningar eða ekki.Dragdrottningar eru oft með nokkur gerviaugnhár í einu.Draglistafólk hefur haft margbreytileg áhrif á tískustrauma. Katla segir að oft taki draglistafólk tískufyrirbrigði eða gamla leikhústækni í förðun og ýki hana. „Svo er tískubransinn að horfa á dragið og herma eftir því. Þannig að þetta er eiginlega hringrás.“ Það má segja að draglistafólk hafi óbeint komið því í tísku að skyggja andlitið, eftir að Kardashian-konurnar fóru að sjást á miðlum með slíka förðun. Margir förðunarfræðingar eru ósammála um ágæti þess að skyggja andlitið í daglegri förðun, enda kemur sú tækni úr dragheiminum og þessi förðunartækni er mjög ýkt til að virka á sviði. „Ég skil það alveg og er sammála, verandi förðunarmeistari sjálf.“ Veita förðunarfræðingum Kardashian-systra innblástur Kötlu finnst spennandi að heyra hvað stór nöfn í förðunarlistinni segja um þessa tækni og bera saman hvað poppkúltúr förðunarfræðingum finnst. „Það eru þeir sem eru með Instagram- eða YouTube- síður og eru að farða raunveruleikastjörnur. Þeir eru eiginlega jafn frægir og stjörnurnar sjálfar og nota þessa tækni mikið.“ Ástæðan fyrir því að þessi tækni er svona vinsæl meðal förðunarfræðinga raunveruleikastjarna er sú að stjörnurnar eru eltar af hágæðamyndavélum daginn inn og út. Förðunarfræðingar Kardashian-kvenfólksins eru fullmeðvitaðir um að skyggingin kemur úr draglistinni að sögn Kötlu. „Þær þurfa svona mikla förðun til að virka eðlilegri í mynd. Við hin labbandi út í búð eða farandi í Kringluna þurfum ekki jafn þykkt og mikið lag af farða.“ Þó getur fólk notað þessa tækni dagsdaglega, en ekki með jafn ýktum hætti. „Förðunarfræðingar í tískubransanum nota þessa tækni líka en ekki í eins ýktum stíl.“ Ef allir væru með fimm lög af förðun dagsdaglega þá litu allir út eins og dragdrottningar. „Það þarf að finna meðalveginn.“ Tilgangurinn með daglegri förðun er kannski ekki að fólk taki bara eftir hvað förðunin er flott heldur hvað maður sjálfur er flottur. Sjálf notar Katla ekki fimm lög af farða á venjulegum degi. „Ég skal alveg vera með fullt af áberandi förðun, ég er alveg þekkt fyrir það. En ég er ekki með þykkt og mikið lag. Það er alltaf hægt að blanda förðuninni miklu betur þegar maður er ekki uppi á sviði með mörg hundruð þúsund megavött af ljósi framan í sér.“Í draglistinni má leggja áherslu á allt.Af hverju ekki að leika sér Katla segir að draglistafólk hafi sérstaklega haft áhrif á förðunina en líka hárgreiðslu og klæðnað sem er oft ekki síður í ýktum stíl. „Þú getur hreinsað förðunina af og litað yfir hárið, og af hverju ekki að leika sér með það.“ Sú óskrifaða regla að bara megi leggja áherslu á eitt atriði í einu þegar kemur að fatavali og förðun er líka að detta út með draginu, enda er oft lögð áhersla á öll atriðin meðal draglistafólks. „Fólk er farið að þora að leggja áherslu á fleiri hluti, vera með geðveikt hár, augu, munn og fullt af skarti. Fólk er farið að leika sér aðeins meira með hlutina.“ Tískan leitar í jaðarinn Það kemur Kötlu ekkert á óvart að dragið hafi áhrif á tísku. „Tískan leitar oft í jaðarinn,“ önnur dæmi en drag eru pönkið, diskóið og rappið. „Tískan leitar í það sem er á jaðrinum en er að stækka og verða vinsælt.“ Þó dragið sé að komast í almenna tískustrauma er það þó bara einn hluti draglistarinnar. „Það er dragið sem við sjáum í Rue Paul’s Drag Race. Margir innan draglistarinnar segja að dragdrottningarnar þar séu eiginlega bara sendar út á færibandi því þær eru margar svo svipaðar. Þær eru með svipað lúkk, fataefni og pælingar, en keppnin í sjónvarpsþáttunum er líka mjög fastmótuð og strangar reglur um í hverju þær mega keppa í og hvernig þær mega performa.“ Á móti því kemur hverfisdraglistin sem á svið á minni skala og meira listfrelsi. „Það er enn á jaðrinum og dragdrottningarnar þar eru ekkert endilega allar með fimm hárkollur og andlitsskyggðar í drasl.“ Dragsúgur hefur verið mest áberandi í dragsenunni á Íslandi með fjölbreyttum mánaðarlegum sýningum. Þar koma fram dragdrottningar, non binary listamenn og dragkóngar til dæmis. Katla segir að aðdáendahópur íslensku draglistamannanna sé að stækka og hún hefur fulla trú á að íslenska dragið verði enn vinsælla. Drag er dýrt Þegar Dragsúgur byrjaði að sýna var fyrst ekki áætlað að halda mánaðarlegar sýningar, en úr því að fyrsta sýningin gekk svo vel hafa sýningarnar haldið áfram. Sýningar Dragsúgs hafa selst upp flest öll kvöld og fólk í stórum hópum farið að kaupa miða í forsölu. „Það er mögnuð breyting á Íslandi. Það er auðvitað oft uppselt á stóra viðburði eins og jólatónleika eða þegar einhverjar erlendar stórstjörnur koma, en það að mánaðarleg sýning á Gauknum með draglistamönnum sé svona oft uppseld og geti selt nánast allt í forsölu er yndislegt.“Þökk sé vinsældum drags er fólk orðið djarfara í förðun og fatavali.Hér á landi eru draglistamenn enn að stíga fyrstu skrefin í tískumótuninni hjá sjálfum sér að sögn Kötlu. „Það er rosalega dýrt að vera í dragi og það er ekki vel borgað nema hjá örfáum.“ Þess vegna byrja margir draglistamenn á því sem er auðveldara og ódýrara. Þá hentar betur að vera með áberandi förðun og hár, en brjáluð föt koma seinna. Þó eru nokkrir draglistamenn byrjaðir að hafa áhrif á fatatísku hér á landi. Sumar dragdrottningarnar og dragkóngar sem eiga sterkan aðdáendahóp hafa verið með fatasölu nokkrum sinnum. Katla segir að þá hafi fullt af aðdáendum draglistafólksins mætt til geta klæðst þeirra fötum.Marc Jacobs elskar drag „Úti í hinum stóra heima hafa nokkrar dragdrottningar gengið tískupallana fyrir stóru nöfnin, og verið í herferðum sem dragdrottningar eða herraútgáfan af sjálfum sér. Það eru nokkrar dragdrottningar sem hafa komist það langt og virkilega gaman að því. Margir af aðalhönnuðunum í tískubransanum elska drag og eru alveg að fylgjast með því.“ Marc Jacobs hefur til dæmis verið duglegur við að nota dragdrottningar í herferðum sínum að sögn Kötlu. „Hann hefur líka nokkrum sinnum leyft dragdrottningum að mála sig og farið sjálfur í drag fyrir viðburði, YouTube, eða bara til að leika sér.“ Á þeim 25 árum sem Katla hefur unnið í dragi hefur hún séð vinsældir drags koma í bylgjum. Hún telur að þó það komi einhvern tímann niðursveifla eftir uppsveifluna sem er í gangi núna verði dragið alltaf til. Draglistin hefur fengið að lifa í langan tíma og virðist vera komin til að vera.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira