Komu innlyksa gönguhópi yfir Hrunaá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 21:30 Frá Básum í Þórsmörk þangað sem göngufólkinu var komið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu hópi göngufólks sem var innlyksa við Hrunaá farsællega í búðir sínar í Básum í Þórsmörk um klukkan níu í kvöld. Meiðsl konu sem var sögð slösuð á fæti reyndust minni en í fyrstu var talið. Útkallið barst um klukkan sjö í kvöld. Hópurinn var þá sagður í sjálfheldu á Kattarhryggum, hluta af gönguleiðinni um Fimmvörðuháls. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir við Vísi að fólkið hafi verið á göngu um Kattahryggi að Hrunaá þar sem það lenti í ógöngum. Svo virðist sem það hafi komið vitlaust niður að ánni við klettanef og mikið vatn hafi verið í ánni. Hópurinn hafi því þurft að snúa við upp bratta. Fólkið hafi ekki lagt í það eftir að konunni skrikaði fótur og hún kenndi sér meins. Davíð Már segir að meiðsl konunnar hafi ekki reynst eins mikil og útlit var fyrir í upphafi. Hún hafi orðið eftir með hópnum í Básum og ekki þurft á læknisaðstoð að halda. „Þetta hafa mögulega bara verið yfirþyrmandi aðstæður að vera innlyksa þarna fyrir innan kletta við vatnsmikla jökulá. Mögulega voru aðstæður erfiðari en fólkið gerði ráð fyrir,“ segir Davíð Már. Áin hafi verið það vatnsmikil að vatnið hafi náð upp á húdd á stórum bílum björgunarsveitarmannanna. Hrunaá er ein meginuppistaðan í Krossá. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sækja gönguhóp í sjálfheldu á Kattarhryggjum Kona í hópnum er sögð slösuð á fæti og hópurinn treysti sér ekki lengra. 10. júlí 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu hópi göngufólks sem var innlyksa við Hrunaá farsællega í búðir sínar í Básum í Þórsmörk um klukkan níu í kvöld. Meiðsl konu sem var sögð slösuð á fæti reyndust minni en í fyrstu var talið. Útkallið barst um klukkan sjö í kvöld. Hópurinn var þá sagður í sjálfheldu á Kattarhryggum, hluta af gönguleiðinni um Fimmvörðuháls. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir við Vísi að fólkið hafi verið á göngu um Kattahryggi að Hrunaá þar sem það lenti í ógöngum. Svo virðist sem það hafi komið vitlaust niður að ánni við klettanef og mikið vatn hafi verið í ánni. Hópurinn hafi því þurft að snúa við upp bratta. Fólkið hafi ekki lagt í það eftir að konunni skrikaði fótur og hún kenndi sér meins. Davíð Már segir að meiðsl konunnar hafi ekki reynst eins mikil og útlit var fyrir í upphafi. Hún hafi orðið eftir með hópnum í Básum og ekki þurft á læknisaðstoð að halda. „Þetta hafa mögulega bara verið yfirþyrmandi aðstæður að vera innlyksa þarna fyrir innan kletta við vatnsmikla jökulá. Mögulega voru aðstæður erfiðari en fólkið gerði ráð fyrir,“ segir Davíð Már. Áin hafi verið það vatnsmikil að vatnið hafi náð upp á húdd á stórum bílum björgunarsveitarmannanna. Hrunaá er ein meginuppistaðan í Krossá.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sækja gönguhóp í sjálfheldu á Kattarhryggjum Kona í hópnum er sögð slösuð á fæti og hópurinn treysti sér ekki lengra. 10. júlí 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Sækja gönguhóp í sjálfheldu á Kattarhryggjum Kona í hópnum er sögð slösuð á fæti og hópurinn treysti sér ekki lengra. 10. júlí 2019 20:15