Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2019 12:43 Laxateljarinn í Laugardalsá var settur niður í sumar. Þeim fjölgar ánum á Íslandi þar sem laxateljarar eru settir niður en upplýsingingarnar úr þeim gefa mikilvægar upplýsingar um árnar. Einn slíkur var nýlega settur niður í Laugardalsá og sá er af nýjustu gerð laxateljara frá Vaka ehf sem er leiðandi fyrirtæki í þessum búnaði í heiminum í dag. Í nýjustu teljurunum er bæði hægt að hafa annað hvort ljósmyndir eða myndbönd af öllum löxum sem ganga í ánna og þannig er hægt að skera út um fjölda laxa, kyn, tegund annara laxfiska sem ganga í ánna en síðast en ekki síst er hægt að skoða stærðina á löxunum. þetta var áður gert með skuggamynd en núna með þeirri tækni sem er í boði er magnað að skoða sérstaklega stórlaxa sem ganga í gegn. Myndband af einum slíkum er einmitt að finna HÉR en þessi lax gekk nýlega í Laugardalsá og hann er samkvæmt mælingu í teljaranum 111 sm langaur og vigtar líklega 25-28 pund enda er þetta nýgenginn fiskur. Það verður vonandi einhver heppinn veiðimaður sem fær að glíma við þennan í sumar. Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði
Þeim fjölgar ánum á Íslandi þar sem laxateljarar eru settir niður en upplýsingingarnar úr þeim gefa mikilvægar upplýsingar um árnar. Einn slíkur var nýlega settur niður í Laugardalsá og sá er af nýjustu gerð laxateljara frá Vaka ehf sem er leiðandi fyrirtæki í þessum búnaði í heiminum í dag. Í nýjustu teljurunum er bæði hægt að hafa annað hvort ljósmyndir eða myndbönd af öllum löxum sem ganga í ánna og þannig er hægt að skera út um fjölda laxa, kyn, tegund annara laxfiska sem ganga í ánna en síðast en ekki síst er hægt að skoða stærðina á löxunum. þetta var áður gert með skuggamynd en núna með þeirri tækni sem er í boði er magnað að skoða sérstaklega stórlaxa sem ganga í gegn. Myndband af einum slíkum er einmitt að finna HÉR en þessi lax gekk nýlega í Laugardalsá og hann er samkvæmt mælingu í teljaranum 111 sm langaur og vigtar líklega 25-28 pund enda er þetta nýgenginn fiskur. Það verður vonandi einhver heppinn veiðimaður sem fær að glíma við þennan í sumar.
Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði