Býður fimm milljóna króna verðlaunafé fyrir Lucci Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 10:30 Daniel Sturridge og Lucci. Mynd/Instagram/danielsturridge Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira