Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 19:00 Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg. Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira