Samningsbrot í íþróttum algeng: Dæmi um að samningum barnshafandi kvenna sé rift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir er stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/stöð 2 Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00
Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00