Suður-kóreskir kylfingar í fjórum efstu sætunum eftir fyrstu þrjá hringina á Evian-meistaramótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:24 Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag. vísir/getty Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019 Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira