Skaðabætur vegna illgresiseyðisins Roundup stórlækkaðar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:49 Monsanto framleiddi Roundup en þýska stórfyrirtækið Bayer keypti fyrirtækið fyrir 63 milljarða dollara í fyrra. Vísir/EPA Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins. Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55