Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 14:11 Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. The Sun Skrautleg forsíða götublaðsins The Sun féll í grýttan jarðveg hjá Bretum ef marka má ofsafengin viðbrögð netverja sem keppast um að ýmist fordæma eða hafa hana að háði og spotti. Forsíðan hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum en mörgum Bretum sem hafa tjáð sig finnst hún vera hið mesta vandræðamál, þannig spyr einn netverjinn: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“Is it possible for a country to die of embarrassment? pic.twitter.com/rveOhKXux3 — tom jamieson (@jamiesont) July 26, 2019 Boris Johnson tók formlega við embætti forsætisráðherra Bretlands í fyrradag en í fyrstu ræðu sinni í embætti sór hann þess eið að Bretar færu úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi og „ekkert múður“. Þá boðaði hann einnig stóraukin ríkisútlát, bót og betrun og reyndi að telja kjark í þjóð sem hefur lifað í óvissu frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Á forsíðu The Sun má sjá stærðarinnar andlit hins nýja forsætisráðherra á sól líkt. Þykir myndvinnslan minna mjög á barnið í barnaþáttunum Stubbunum (e. Teletubbies).You'll never believe what the baby sun from the Teletubbies looks like now pic.twitter.com/wpRoD4IX9C — Joe orton (@joe_wulf) July 26, 2019 Ritstjórn The Sun hefur líklegast gripið til útspilsins í þeim tilgangi að tengja tvær stærstu fréttir vikunnar saman, annars vegar hitabylgjuna sem hefur riðið yfir hluta Evrópu og hins vegar skipan Johnsons. Á forsíðunni stendur „Nýr forsætisráðherra lofar gullöld“ og „grillar [Jeremy] Corbyn“. Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með forsíðuna er Owen Jones sem sagðist raunverulega halda að meira að segja opinbert dagblað einræðisríkis þætti of vandræðalegt að birta slíka forsíðu.I genuinely think that the official newspaper of a dictatorship would have been too embarrassed to print this pic.twitter.com/CPxpbKZ8H7 — Owen Jones (@OwenJones84) July 25, 2019 Blaðamaðurinn Dawn Foster skoraði þá á fólk að reyna að fá ekki martröð eftir að hafa litið forsíðuna augum. Leikarinn og leikstjórinn David Schneider greip til stílvopnsins kaldhæðni og velti því fyrir sér hvort það væri einhver leið til að vita hvers vegna The Sun tengdi svona mjög við stjórnmálamann sem hefði engin prinsipp, engar raunverulegar skoðanir og gerði allt í eigin þágu.Try not to have nightmares pic.twitter.com/lxKeVh3Rhr — Dawn Foster (@DawnHFoster) July 25, 2019If only there was some way of knowing why The Sun relates to a politician with no principles or opinions who only exists to promote himself*. *except for viewers in Scotland pic.twitter.com/cIm0dUE3IC — David Schneider (@davidschneider) July 26, 2019What. In the name of the everloving infant Christ. Is this? pic.twitter.com/aoLnKqGITR — Séamas It Ever Was (@shockproofbeats) July 25, 2019 Bretland Brexit Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Skrautleg forsíða götublaðsins The Sun féll í grýttan jarðveg hjá Bretum ef marka má ofsafengin viðbrögð netverja sem keppast um að ýmist fordæma eða hafa hana að háði og spotti. Forsíðan hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum en mörgum Bretum sem hafa tjáð sig finnst hún vera hið mesta vandræðamál, þannig spyr einn netverjinn: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“Is it possible for a country to die of embarrassment? pic.twitter.com/rveOhKXux3 — tom jamieson (@jamiesont) July 26, 2019 Boris Johnson tók formlega við embætti forsætisráðherra Bretlands í fyrradag en í fyrstu ræðu sinni í embætti sór hann þess eið að Bretar færu úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi og „ekkert múður“. Þá boðaði hann einnig stóraukin ríkisútlát, bót og betrun og reyndi að telja kjark í þjóð sem hefur lifað í óvissu frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Á forsíðu The Sun má sjá stærðarinnar andlit hins nýja forsætisráðherra á sól líkt. Þykir myndvinnslan minna mjög á barnið í barnaþáttunum Stubbunum (e. Teletubbies).You'll never believe what the baby sun from the Teletubbies looks like now pic.twitter.com/wpRoD4IX9C — Joe orton (@joe_wulf) July 26, 2019 Ritstjórn The Sun hefur líklegast gripið til útspilsins í þeim tilgangi að tengja tvær stærstu fréttir vikunnar saman, annars vegar hitabylgjuna sem hefur riðið yfir hluta Evrópu og hins vegar skipan Johnsons. Á forsíðunni stendur „Nýr forsætisráðherra lofar gullöld“ og „grillar [Jeremy] Corbyn“. Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með forsíðuna er Owen Jones sem sagðist raunverulega halda að meira að segja opinbert dagblað einræðisríkis þætti of vandræðalegt að birta slíka forsíðu.I genuinely think that the official newspaper of a dictatorship would have been too embarrassed to print this pic.twitter.com/CPxpbKZ8H7 — Owen Jones (@OwenJones84) July 25, 2019 Blaðamaðurinn Dawn Foster skoraði þá á fólk að reyna að fá ekki martröð eftir að hafa litið forsíðuna augum. Leikarinn og leikstjórinn David Schneider greip til stílvopnsins kaldhæðni og velti því fyrir sér hvort það væri einhver leið til að vita hvers vegna The Sun tengdi svona mjög við stjórnmálamann sem hefði engin prinsipp, engar raunverulegar skoðanir og gerði allt í eigin þágu.Try not to have nightmares pic.twitter.com/lxKeVh3Rhr — Dawn Foster (@DawnHFoster) July 25, 2019If only there was some way of knowing why The Sun relates to a politician with no principles or opinions who only exists to promote himself*. *except for viewers in Scotland pic.twitter.com/cIm0dUE3IC — David Schneider (@davidschneider) July 26, 2019What. In the name of the everloving infant Christ. Is this? pic.twitter.com/aoLnKqGITR — Séamas It Ever Was (@shockproofbeats) July 25, 2019
Bretland Brexit Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46